Á sviðinu er ég galdrakarl með galdrasprota í hendinni
á móti óvinaliðinu er ég seiðskratti og sprotinn er endirinn
kasta álögum sem heyrast á lögum og brýt niður sjálfstraustið
skil eftir fífldjarfa riddara grenjandi úr skíthræðslu
en álögin nota ég ekki bara til þess að kvelja aðra
bý til list og nota álögin til að fá fólk til að elska hana
með sprotanum get ég brotið niður fífl sem halda á sprota en getiggi notað hann því miður
reyna samt látiggi segjast strax og segjast eygna allt fatiggi að ég er með betri galdravísur
því það er ekki nóg að fylla vísu af ýmsum rímorðum og kalla álög-sonur
það verður líka eikkvað að standa í öllum orðunum
því akkúrat þar er galdurinn sjálfur alltaf falinn
bara það að þú sjáir hann ekki þýðir ekki að hann sé bara farinn
alltaf til staðar og einni alltaf að passa staðinn
fylgist með þér og hjálpar þar til þú skrifar seinasta galdrastafinn
getur notað galdrana þína til alls sem þú óskar þér
en ef þú stelur vísum frá mér þá móðgast ég
byrja á því að ógna þér, hóta þér og ef þú hlustar ekki mun ég blóta hér, og til heiðurs fornra guða mun ég fokkin fórna þér.
Comment alveg vel þeginn eða eikkvað.