ég vil fá að vera í friði frá ykkur sem finnst þið vera betri
ég er kominn hingað og núna ekki stöðvað mig þið getið
ég fæ minn eigin míkrafón, og mína eigin buxnastærð
ljósið skín á mig nú fæ mínar 15 mínútur af frægð
ég hef engar spurningar, ég hef ekkert til að spurja um
ég vil aðeins fá að deila mínum hugsunum og pælingum
engar fyrirfram forritaðar ákvarðanir
ef við reynum ekkert nýtt þá verður engin breyting og engar framfarir
ég hef farið fram á lítið finnst mér kannski er ég ósanngjarn
ég er ekkert óskabarn mínar óskir borgaðar fyrirfram
minn innri maður breytist með þeim framtökum sem ég stend að
en hver veit hvernig maður ég verð þegar ég kem á leiðarenda
enginn bendir mér á rétta leið, ég reyni fram að lýsa
ég get endað hvar sem er, ég hef enga vegvísa
svo ég geng fram óupplýstur en sjálfur kveiki ég ljósin
en á meðan kólnar í kring um mig og smám saman fölnar rósin
þetta lífshlaup, líkist frekast brotnu tímaglasi
sandur rennur of fljótt niður ekkert hefst úr þessu brasi
of mikill asi á flestu fólki hér,
það sér ekki fyrr en allt of seint að það var of mikið að flýta sér
sú spegilmynd sem flestir sjá er ekkert meira en gamalt málverk
en þau sjá það ekki lengur, sjálfsblekkingin er of sterk
oftast framtíðin er óljós, og fortíðin er þoka
í lygi lifa alla sína daga fram til loka
það sem byrjar sem ljúfur draumur endar oftast bara á martröð
mín endalok runnin upp, ég kominn er kominn á endastöð
Hugleikur.
Þetta er brot úr einu af nýju lögunum sem ‘Smjattpattarnir’ eru að vinna í…