Þetta verður á Bæjarins Bestu plötunni sem kemur út á næstunni..
Þeir segja að ævi fari eftir hans eigin gildum
reynum að lenda eigi í gildru þótt við fegin vildum
yfirgefa okkar líf, fyrirgera okkar tíð
en hættum við svo sættumst við á allt annað en við ætluðum
með tárin í augunum og kökkin í hálsinum
við skáulum fyrir dauðanum og stökkvum af gálganum
brotin loforð, misheppnaðar tilraunir til betri tíðar
ég viðurkenni: ég get ei lifað, sama þótt ég létist síðan
við erum tilgangslaus, teljum okkur syndalaus
en blekkjum oss, það gerist ekki oft að við stígum upp og skenkjum vopn
við erum þöglir þegnar og svo lengi sem okkur vegnar
betur en þriðji heimurinn munum við okkar ekki hefna
heldur sitjum stjörf, fyrir framan sjónvarpið
og vinnum störf sem eru sniðin fyrir stjórnvöldin
leiðtogar stíga upp og þá við hyllum þegar
með brotinni meðvitund við sökkvum dýpra í villu vegar
og allar auglýsingarnar herja á minn innri mann
mér skildist að góðleikinn væri í nánd, en ég finn ei hann
heldur finn ég bara fórnalömb markaðshyggjunnar
sem gleyp' allt sem stjórnvöldin segja og hylla það…
VIÐLAG X2:
Við erum Sokkin
sökkvum dýpra og dýpra
Hittum Botnin
þegar börn okkar munu barnskónum slíta
og þið sofnið
á meðan mannkynið hefur í mörg horn að líta
og við streytumst ekki á móti
heldur sökkvum bara dýpra
Meðvitundalaus við syndum um okkar hyllingum
Hvernig eiga stjórnvöldin að ná að stoppa byltingu
þannig að þau móta okkur eftir eigin vilja sínum
föst í þeirra köngulóa vef, því þau mega spilla lífum
og í gini bjarnarins með glaði göngum þarna inn
Með hugmyndunum heilaþveigin, og sjónvarpið sér um að hleypa þeim inn
Og við getum ekki staðið upp, erum altof löt til að mótmæla
Og í upphækkuðum jeppa, plebbarnir líta niður á róttæka
Teljum okkur ólík, öll af sama sauðahúsinu
lífsins leiknum ráða fjármagn og dauði úrslitum
við flýjum þennan leik og margir leita þá í flöskuna
Flýjum þá bálköstinn, en stökkvum beint í öskuna
þetta meir' en lítið spillt, því þett'er það sem ríkið vill
sýna áfengið og láta oss velja það því þau eru að selja það
Ríkið tilbúið að fórna okkur, þau virðast hata fólkið
Svo lengi sem viðskiptin eru blómleg, svo lengi sem þau maka krókin
Þetta snýst ekki um hjörtu fólks heldur einfalda stærðfræði
sem breiðist út eins og alnæmi, á þeirra máli kallað hagkvæmi
Bakvið tjöldin stórfyrirtæki ráða í aðalatriðun
En ég hélt lýðræði væri að kjósa þá sem stjórna landinu
Við erum Sokkin
sökkvum dýpra og dýpra
Hittum Botnin
þegar börn okkar munu barnskónum slíta
og þið sofnið
á meðan mannkynið hefur í mörg horn að líta
og við streytumst ekki á móti
heldur sökkvum bara dýpra