Ég verð nú bara að byrja á því að segja að þetta djamm í norðurkjallaranum var mjög fínt. Steinbítur var svona allt í lagi, en mér fannst ekki passa hjá honum að hafa þessa japönsku hæku þarna inní programinu.
Igore voru frekar slappir og mér fannst þeir bara ekki alveg passa inní þessa dagskrá þar sem að þeir eru meira svona R'n'b eða eitthvað.
Marlon og Matti komu sterkir inn þarna og voru frekar harðir, talandi um sprengjur og fleira í þeim dúr.
Mauze kom þarna og rappaði eitt og hálft lag, en það tókst ekki alveg nógu vel hjá honum og hann var ekki alveg sáttur við frammistöðuna hjá sjálfum sér og hætti eftir ca. eitt og hálft lag.
Mezzias MC kom með mjög gott show og móri rappaði með honum í tveimur lögum, Móri var mjög harður eins og venjulega og rappaði um ghettóið og að löggurnar séu alltaf að elta hann :)
Þá var komið að battlinu, Dóri DNA vs. Frikki í Igore.
Þetta var bara eitt stórt grín. Frikki byrjaði og vissi ekkert hvað hann átti að segja, kom með fáránlega hluti eins og:
þegar Dóri var ungur,
Þá óx á hann pungur,
hann var svo þungur,
að það komu á hann sprungur.
þá var komið að dóra að koma með fyrri rímuna sína.
Hann stóð sig bara ágætlega og rakkaði Frikka í sig.
Svo kom aftur að Frikka og hann stóð þá bara uppi á sviði og talaði um að hann væri að gera sig að fífli (sem var eiginlega alveg rétt hjá honum) og að hann kynni ekkert að battla.
Svo reyndi hann líka að dissa Dóra á því að Halldór Laxness er afi hans en það tókst ekkert alltof vel hjá honum.
þá steig Dóri aftur á sviðið og dissaði Frikka á lopapeysunni sem hann var í og litaða hárinu hans. svo talaði hann bara um hvað hann var búinn að rústa þessu.
Þar sem dómararnir mættu ekki (sem var frekar slappt)þá varð salurinn að dæma.
DJ-Deluxe (Bæjarins Bestu)rétti micinn út í salinn og spurði hver hefði unnið og ég held að allur salurinn hafi verið á sama máli, Dóri rústaði þessu.
Ég bjóst nú ekkert við of miklu af Frikka en ég bjóst nú samt við töluvert betra freestyli en þetta :/
Eftir battlið var komið að bæjarins bestu að stíga á svið og þeir rokkuðu húsið feitast. Dóri var geggjaður og Deluxe líka. Kjarri Kamalflos er bara að fitta mjög vel þarna inn og stóð sig mjög vel.
Svo komu stelpurnar í Uranus (held það heiti það) en þegar þær byrjuðu voru flestir farnir út þannig að ég veit ekki alveg hvernig að þær voru.
En ef einnhver á battlið á mp3 þá má hann alveg deila því með okkur hinum…
pís át.
spi