En gaman. Menn sjá enn og aftur ekki skóginn fyrir trjánum hér á Huga.
Byrjum á byrjuninni.
Misskilinn sagði:
”ertu búinn að vera að fara á rapp tónleika síðan 1987 og eftir 15 ár þá hefur þú komist að þeirri niðurstöðu að það eiga ekki að vera rapp tónleikar lengur, hvað í fjandanum, er ekki í lagi heima hjá þér þú tókst þinn tíma.“
RANGT. Ég hef farið á tónleika og hlustað á mikið af rappi og hip hoppi og flestu sem því tengist. Niðurstaðan er sú að rapp og svipuð tónlist er ekki tónlistarform sem hentar á sviði, sérstaklega ekki á tónleikum. Rapp á rétt á sér eins og annað, það er engin spurning, en mín skoðun er sú að þessi tónlist er mjög vandmeðfarin á sviði og þar sem flest þessi bönd eru mikið fyrir að improvisera og gera hlutina spontant verður þetta oft ruglingslegt og beinlínis lélegt. Ég hef séð svo marga tónleika hér og erlendis. Ég er búinn að sjá flest þekkturstu rapp böndin í heiminum og þau falla flest ofan í þá gryfju að eftir um hálftíma er allt orðið eins og verulega boring. Þessi íslensku er ekkert öðurvísi. En það toppaði allt þegar ég sá XXX hundana (enn og aftur til að forðast misskilning….) í Laugardalshöllinni. Ég sagði að það væri gott band. Platan væri frábær og þessir strákar efnilegir, en það breytir ekki þeirri staðreynd að þeir voru svo lélegir að annað eins hefur ekki sést í Laugardalshöll í háa herrans tíð. Rap verður leiðigjarnt ef það er illa flutt eins og þeir gerðu hér í höllinni. Það er mikil list að flytja rap á sviði, og ef það heppnast er það frábært, en það gerist bara svo roooosalega sjaldan. Sérstaklega þegar menn eru eins og hundarnir voru í höllinni.
Ennfremur segir Misskilinn “Ég hef farið að flest alla rapp tónleika sem hafa verið haldnir á Íslandi sumir voru góðir sumir voru fínir og aðrir voru ekkert sérstakir en þetta voru allt hiphop tónleikar sem styrktu senuna. Þannig ég sé ekki eftir neinum þeirra og ég ætla halda áfram að mæta á þá þú mátt bara vera heima hjá þér fyrir mér.” Mikið rétt Misskilinn, öll tónlist styrkir senuna sem er flutt live og í útvarpi, og ég held áfram að mæta líka. Þó verð ég að þakka þér fyrir að leyfa mér að vera heima hjá mér, en ég get valið það sjálfur líka, en takk samt. Ég bíð eftir góðu showi, og oft sér maður glitta í gott stuff, en það er því miður ekki nema í afar skamma stund.
Dverghestu sagði svo: “Ertu hálfviti, ætlarðu að dæma hip hop í heild sinni út frá einni íslenskri hip hop grúppu sem er léleg á sviði.” Nei ég er ekki hálfviti og þegar menn eru með sleggjudóma og dónaskap dæmir það sig sjálft. Sagði ég einhverntímann að rap væri vonlaust út af einum tónleikum? NEI. Ég sagði að ég hafði séð XXX nokkrum sinnum og þeir urðu verri í hvert sinn, og ég hef séð svo marga tónleika að ég byggi mína skoðun á 15 ára reynslu. Ekki einum tónleikum.
Ég er mikill rap áhugamaður og þessvegna sárnar mér mikið þegar það er illa flutt á sviði og með jafn miklu metnaðarleysi eins og gerðist þarna í höllinni.
Þar á eftir kom tombstone og sagði: “bíddu mér finnst rottweiler bara fínir á sviði oftast en ég var ekki á quarashi svo ég veit ekki hvernig þeir voru en afhverju ættu þeir eitthvað að æfa sig og og skipuleggja tónleika betur ef það er ekki léleg mæting á tónleika hjá þeim (miðað við ísland) og afhverju ættu þeir að breyta þessu bara af því að þér finnst þeir ekki nógu góðir??
Þessu svara ég með því að benda á að mætingin var ekki á tónleikana með þeim, heldur voru þetta skipuleggjendur sem settu þá sem upphitun. Enda var það þegar þeir voru búnir að góla í 50 mínútur að fólk stóð upp og gargaði á Quarashi hvað eftir annað. En þegar XXX héldu tónleika í hafnarfirðinum sama dag og Stuðmenn héldu ball á seltjarnarnesi nú í sumar, keyptu um 160 manns miða á “stórtónleika XXX manna”. Og þeim var að mér skildist aflýst þar af leiðandi, því 160 manns í íþróttasal er ekki mikið. Það er djók. Þessvegna eiga þeir að bæta sig og æfa sig. Mér finnst XXX góðir, en bara ekki á sviði.
Svo sagði Sindirirr: “Fórstu á tónleikana á mennigngarnóttinni? þeir voru geggjaðir.” Nei ég sá þá ekki þar, en það getur verið mjög góðir. Rap er best á sviði þegar það eru bara flutt 3-4 lög þá er það kúl og flott ef vel er gert, en eftir 10-15 lög er það orðið alger hörmung. Það getur verið að XXX hundarnir hafi bara flutt nokkur lög á menningarnótt, ég veit það ekki.
Svo er það sumarlidi sem segir: “Einhvurnveginn tekur maður lítið mark á manni sem getur ekki einu sinni stafsett titilinn á greinum sínum. Rottwieler, mátti reyna” Sumarlidi ! maður segir; Einhvernveginn, ekki einhvurnveginn. Það er bara Halldór Laxness sem gerði þetta í fáránlegri tilraun til að vera artí. Maður segir einhver en ekki einhvur. Svo líka segir maðir ekki “…getur ekki einu sinni stafsett titilinn á greinum sínum…”. Maður segir “á grein sinni” þar sem um eina grein er að ræða, en ekki margar.
Svo var það Kaldhaedni sem lagði spilin á borðið og sagði réttilega að; “Ef þú setur fram skoðanir þínar á spjallborði þá ertu að gefa færi á því að fólk mótmæli skoðunum þínum um leið.” Hér er málið í hnotskurn. Gott innlegg kaldhaedni, En það væri gaman ef menn gætu gert það málefnalega og án þess að kalla fólk nöfnum og setja út á stafsetningu, því þá missir umræðan marks og byrjar að snúast upp í rugl. Takk fyrir mig. Kveðja, Chosan.