Nú í dag (mánudaginn) kom út diskurinn Bent&7berg Góða ferð, en þessi diskur inniheldur 15 lög. En snúum okkur að gagnrýnini
Lag 1 Flugtak: Þetta er svona nokkurnvegin intro en það koma ýmsar setningar í lögunum á disknum inn á milli. Ágætis hugmynd
Lag 2 Má ég sparka: Snilldar texti ansi skoplegur. 7berg rappar einn í þessu lagi og takturinn ágætur. “því ég er vanur að vera miskilinn þegar ég segi eitthvað í kaldhæðni”.
Lag 3 Kæri hlustandi. Takturinn í þessu lagi er ansi skemmtilegur en samplið er kántrý gítar. í þessu lagi eru þeir bara að þakka þeim sem keyptu diskinn fyrir að kaupa hann. Ágætis lag en ekki meira.
Lag 4 Strengjabrúða: Algjör snilld , frábær texti og flottur taktur. Að mínu mati besta lagið á disknum. Í þessu lagi rappa bent einn og er með hreint fábærann texta.
Lag 5 Gangsta: Þetta er bara gangsta lag með kaldhæðni. Í textanum er verið að gera grín af röppurum sem segja að þeir séu einhverju real gangsterar. Fín hugmynnd og flott lag
Lag 6 Útilegulagið(ásamt Dóra DNA): Ansi skemmtilegt lag og skemmtilegir textar. Flott hugmynd og flottur taktur.
Lag 7 Niðurdrepandi: Mjög flott lag og flottur taktur. Eitt af betri lögunum á disknum og flottir textar.
Lag 8 Fíkniefnadjöfullinn: Þetta lag er hrein og tær snilld. Í textanum eru fullt af flottum viðlíkingum og bara virkilega góður texti. “Ég er sá sem fólkið elskar að hata, hatar að elska
þú ert eins og Maradona á lyfjaprófi því þú munt aldrei standast þetta
Elvis og Kurt Cobain eru bara brot af þeim sem fengu að detta í valinn
og ég er einnig farinn að venja komur mínar á íslenska skemmtistaði”
Lag 9 Liggedí lagið (ásamt Class B) Ég verð nú að segja að bent&7berg og class b passa ekki saman. Þetta lag er allt í lagi en ekki meira en það. Class B passar bara ekki við stílinn hja Bent&7berg.
Lag 10 Drykkja: Ég verð nú að segja að ég komin með algjört ógeð á þessu lagi en því var á tímabili hreinlega nauðgað svo ég taki nú svona til orða. Þetta er svo sem ágætis lag en ekki meira en það.
Lag 11 tveir eins (ásamt skyttunum). Flottur takur með vocal sampli og fínir textar. En mér finnst röddin á þessum gaur í Skyttunum svo pirrandi að ég nenni varla að hlusta á þetta(mín skoðun).
Lag 12 bls 8: Flott lag og flottur texti. Ágætis lag sem verðugt er að hlusta á.
Lag 13 Heimssýnir(ásamt Eyedea) Þetta lag er ólíklegt öllum öðrum lögum á disknum en eitt vers er rappað á ensku af battle meistaranum Eyedea. Textinn hjá Bent er hreint frábær og svo sem líka textinn hjá 7berg en samt ekki jafn góður og hjá Bent. Þegar Eyedea byrjar að rappa kemur nýr taktur sem er alls ekki galið. Flott lag.
Lag 14 Örorka: Flottur taktur og ágætis lag
Lag 15 Lending: Þetta er einskonar lok disksins og er eins og fyrsta lagið Flugtak.
Heildargagnrýni: Frábær diskur hjá þeim félögum Bent&7berg. Bent fær virkilega að gera það sem hann vill á þessum disk en hann þarf að halda sig við vissan stíl alltaf hjá rottweiler. Flottur taktar á þessum disk og mjög flottir textar. Allir áhugamenn um hiphop ættu að festa kaup á þessum disk