Jæja þá er loks komið að því að nýr diskur frá svíunum Loop Troop fari að koma.
Eins og flestir vita þá hafa þeir komið hingað tvisvar og í bæði skiptin var brjáluð stemning,nú diskurinn ber heitið The struggle continues og er væntanlegur í búðir hér heima í október en hann kemur annarsstaðar í evrópu og skandinavíu núna í ágúst 26 nánar tiltekið.
Þeir ferðast alltaf slatta og kynna sitt efni eins og flestir vita og ekki nóg með að þeir fara on tour þegar platan verður komin út á öllum stöðum,þá halda núna 2 meðlimir crewsins(Promoe og Supreme)
í heljarinnar 10.000 km,38 daga langt ferðalag ásamt tveimur bílstjórum í gegnum evrópu og koma við á hvorki meira né minna en 27 borgum í 10 löndum og lýkur þessu ferðalagi svo 7.október.
Nú tilgangurinn er náttúrulega að kynna nýja diskinn sem verður ekki síðri en sá fyrri(Modern Day City Symphony).
Hægt er að hlusta á part af 2 lögum “Loop Troop Land” og svo “Heads day off”.(síðarnefnda lagið verður reyndar ekki á disknum.
Hægt er að afla sér allra upplýsinga um Loop Troop og þetta komandi meistaraverk og “Helltour” þ.e.a.s ferðina um evrópu þegar diskurinn verður kynntur á www.looptroop.nu

Peace