jæja ég var að gefast upp á rappi og hipphoppi almennt. var búinn að stimpla alla rapphausa sem kjána með buxurnar niðrum sig og rúllandi blunta úr þurrkuðum bönönum.
Allt þökk sé þessu mainstream drasli sem hefur verið að tröllríða hipphoppinu undanfarið ( Ja Rule, P Diddy og þvíumlíkt), og ekki síst hvenrig gömlu goðin mín hafa fitnað af “the good life” og orðnir commercial softies (sbr. Snoop Dogg, cypress hill, X-ecutioners/X-men).
Svo ég leitaði út fyrir strendur Bandaríkjanna og rakst á gullnámur.
Þýskaland: Hið nýja Mekka hipHopsins.
ég get ekki mælt nógsamlega með Fünf Sterne Deluxe. Þessir menn eru snillingar. Funky grunnar og harðar rímur, húmor og blunts. fyrir utan þá eru Deichkind (sem mér finnst reyndar nett cheezy) og snillingarnir í Fettes Brot.
Kína: Rappagariya
Rappagariya eru harðir naglar sem rappa á kínversku. Flott flow og þeir. eru. HARÐIR!!!!
Danmörk: Den Gale Pose, Östkyst Hustlers, Mc Einar.
Persónulega finnst mér Östkyst Hustlers bestir af þessum, en flestir fíla MC Einar.
ég á enn eftir að kanna betur önnur lönd sem liggja okkur nær (Færeyjar, Bretland, Tyrkland) en ef þið vitið um einhverja góða utanlendinga plz segið til.
Fleebix
www.atlividar.com