Budweiser, Gaukurinn og hip hop þátturinn Kronik(nú á Radio X eftir 2 Júní) ætla að bjóða uppá svakalega hip hop veislu fimmutdaginn 30 maí. Þá kemur hingað til lands Jeru The Damaja og Dj Tommy Hill.
Jeru The Damja er einn af lærisveinum Guru´s úr Gangstarr (sem gerði allt vitlaust á Gauknum fyrir um hálfu ári síðan og komust færri að en vildu). Guru kynntist Jeru í kringum 1990, og tveim árum síðar, eftir að Jeru hafið komið fram reglulega með þeim félögum í Gangstarr, þá ákvað Dj Premier að launa honum greiðann og aðstoða hann við gerð fyrstu plötu hans. Það var meistarstykkið “The Sun Rises In The East” sem fékk frábæra dóma í öllum helstu tónlistarblöðum heimsins. Jeru var líkt við Krs One, þar sem textar hans fjölluðu um pólitík og gegn öllu ofbeldi. Þeir félagar létu þar ekki við liggja og unnu saman að annari plötu Jeru´s sem heitir”Wrath Of The Math” og var að margra mati betri en sú fyrri. Báðar þessar plötur hafa verið tilnefndar einar af bestu rap plötum síðasta áratugs. Nú nýlega gaf hann svo út plötuna “Heroz For Hire” og sá hann um alla útgáfu og producering sjálfur.
Jeru hefur vakið athygli um allan heim fyrir skemmtilega sviðsframkomu og var hann eitt af aðalnúmerunum á “Essential Festival” í Bretlandi á síðasta ári. Hann er nú á tónleikarferðalagi um Evrópu og ætlar að hann að koma hér við á Íslandi og gera allt vitlaust á Gauknum þann 30 maí n.k.
Upphitun verður í höndum Forgotten Lores (sem hafa verið að gera það gott á Muzik.is) og O.N.E sem ung efnileg rap hljómsveit. Plötusnúðar kvöldsins verða Dj B-Ruff og Dj Intro.
Húsið opnar kl 21, 18 ára aldurstakmark. Miðaverð er 1000k