Fjölhæfi rapparinn Sage Francis og eigandi plötufyrirtækisins Strange Famous mun heiðra okkur með nærveru sinni enn og aftur og eru nú 9 ár eru síðan hann spilaði síðast á Íslandi. Tónleikarnir verða á Sódóma laugardagskvöldið 3.september næstkomandi. Hægt er að tryggja sér miða á midi.is

Sage vakti fyrst athygli árið 1996 þegar að hann gaf út spólu undir heitinu “homegrown Demo” stuttu síðar var hann kominn með útvarpsþátt og gaf út 12" plötu á indie plötufyrirtæki vinar síns. Það var þó ekki fyrr en hann vann Super Bowl battlið í Boston 1999 og Scribble Jam árið 2000 að hjólin fóru að snúast hjá honum. Með þessum sigrum varð hann einn besti freestyle rappari í USA.

Personal Journals fyrsta plata Sage í fullri lengt kom út árið 2002 og fékk hún frábæra dóma og endaði á topp 10 listum hjá fjölmörgum yfir bestu plötur það árið. Sage fylgdi henni eftir með A Healthy Distrust árið 2005, síðan kom Human Death Dance árið 2007 og nú á síðasta ári gaf hann út plötuna Li(f)e. Meðlimir Sparklehorse, Death Cab For Cutie, Grandaddy og Yann Tiersen eru gestir á Li(f)e