Fyrir 8 árum gaf Nas út einn albesta hip hop disk allra tíma, Illmatic. Mikil eftirvænting var eftir næstu plötu hans, It Was Written og ekki stóð hún undir væntingum. Sama sagan er með I Am, og hryllinginn Nastradamus. Það er eins og Jay-Z hafi komið honum almennilega af stað, þegar hann dissaði hann fyrr í sumar. Nú er hann kominn með nýja plötu, Stillmatic og er sjálfur kominn aftur í Nasty Nas form.
Stillmatic byrjar á Introi ( Stillmatic ) þar sem Naz droppar einhverju feitu, “Ayo the brother's Stillmatic/I crawled up outta that grave, wiping the dirt, cleaning my shirt/They thought I'd make another Illmatic/but it's always forward I'm moving, never backward stupid/here's another classic”. Þetta gefur tóninn fyrir það sem er væntanlegt. Ether kallast næsta lag, og fokk! Hann gjörsamlega myrðir Jay-Z, hann er gjörsamlega vicious á laginu, “When these streets keep callin, heard it when I was sleep
That this Gay-Z and Cockafella Records wanted beef
Started cockin up my weapon, slowly loadin up this ammo
To explode it on a camel, and his soldiers, I can handle
This for dolo and his manuscript, just sounds stupid
When KRS already made an album called ‘Blueprint’
First, Biggie's ya man, then you got the nerve to say that you better than Big
Dick suckin lips, whyn't you let the late, great veteran live..”
“..Just Hawaiian shirts, hangin with little Chase
You a fan, a phony, a fake, a pussy, a Stan
I still whip your ass, you thirty-six in a karate class?
You Tae-bo hoe, tryna' work it out, you tryna' get brolic?
Ask me if I'm tryna' kick knowledge
Nah, I'm tryna' kick the shit you need to learn though
That ether, that shit that make your soul burn slow
Is he Dame Diddy, Dame Daddy or Dame Dummy?
Oh, I get it, you Biggie and he's Puffy! (Eww)”.
Þvílíkt lag! Næstu tvö lög, Got Ur Self a…, og Smokin eru ekkert sérstök, en þó vel hægt að hlusta á. Your Da´Man er algjör fokkin banger. Loksins, loksins fær maarr að heyra í Nas á takti frá The Large Professor. Djöf…sjálfur, þetta minnir mann á Illmatic. Frumlegheit eru í næsta lagi, Rewind. Svona Memento dæmi, hann rappar lagið afturábak-mjög gott og frumlegt lag. One Mic er næst, og er eitt af betri lögum disksins, mjög kúl þegar hann hækkar smám saman rödd sína og lækkar ( æji fokk it, erfitt að útskýra þið verðið bara að heyra þetta ). Eitt allra besta lag sem ég hef heyrt í LANGAN tíma er næst. 2nd Childhood heitir það og er algjör fokkin head slamming banger. Beat-urinn er fokkin geðveikur enda enda enginn annar en Dj Premier á bakvið borðin og darn!Langbesta lagið á disknum að mínu mati, ég get ekki stjórnað mér, og hlusta á það aftur og aftur og aftur og aftur og aftur…Destroy & Rebuild er nokkuð ill lag þar sem hann dissar Cormega, Nature & Prodigy, samt er ég ekki nógu ánægður með beatinn. AZ er gestur á The Flyest, minnir mikið á Life´s a Bitch, frábært lag. Braveheart Party er annars hörmulegt lag. Hörmung! Næsta lag, Rule er ágætt positive lag, þó ekkert sérstakt. My Country er flott lag, sömu sögu er að segja af What Goes Around. Síðasta lag disksins Every Ghetto er lélegt að mínu mati. Svo eru tvö bónus lög á disknum, No Idea´s Original og Everybody´s Crazy. Bæði ágæt.
Svona yfir allt er þetta mjög diskur með flottum bítum, en svo standa textarnir algjörlega upp úr. Textalega séð er hann kominn aftur í Nasty Nas form, en aðal vandamálið eru þessir fokkin Braveheart djöflar, sem geta ekki sjitt! Hann treður þeim inn í eikkhvað lame ass garbage Braveheart Party, og svo er Mary J. Blige einnig á því og stendur sig illa. Platan hefði verið betri án Braveheart Party, en ég ræð víst ekki öllu. Annars frábær plata, mun betri en It Was Written og I Am, en þó er nokkuð í Illmatic.
8,9/10