Hip-Hop tónleikar verða haldnir á Sjallanum Akureyri í boði SMASH þann 24. Janúar og eigum við von á fullu húsi. Ekki nema 500 kall inn og er aldurstakmark 13 ár. Þessir tónleikar verða vonandi árlegir og skulum við reyna að halda í nýja hefð á komandi árum.
Hver þarf að vera í skóla þegar Hip-Hop tónleikar á Sjallanum eru? Fram koma mikið af íslenskum artistum og verða þeir tilkynntir á næstu dögum. Svo kemur kannski leynigestur, hver veit.. :O
Eins og flestir vita þá verður bannað að reykja inni en verið er að ath hvort leift verði að fara út í sígó,(fyrir þá sem þurfa). Það verður ekki selt áfengi þarna inni en hver veit nema gos verði gefins þarna á meðan birgðir endast.
Við hvetjum alla til að mæta, því fleiri því skemmtilegra og hver veit nema það verði opinn mækk seinna um kvöldið.
Nú skulu bara allir fara í fataskápinn hjá sér og ná í Tribal og Southpole fötin og mæta útúr hipp hoppuð á því, og þeir sem ekki eiga nein því þeir/þær eru búin að henda þeim þá er það bara drífa sig niðrá Hverfisgötu til hennar Nínu í Exodus og fjárfesta í setti.
Gerum Akureyrarbæ að alvöru old school hiphop stað og mætum í okkar fínasta. Hlökkum til að sjá alla… PEACE!!!