Tekið af hiphop.is ( Mér fannst bara þurfa að birta þetta líka hér)
Velkomin/n að lestri á fyrsta fréttabréfi Hiphop.is. Vefurinn hefur farið ágætlega af stað frá því hann opnaði á ný í byrjun september og verður stöðugt innihaldsmeiri.
Nóvember er vel við hæfi til að senda út fyrsta fréttabréfið því það er mánuður Hiphop sögunnar (Hiphop History Month), enda er formlegur afmælisdagur senunnar 12.nóvember (1974) samkvæmt dagatali Zulu Nation.
Mikið hefur verið að rótast í senunni undanfarna mánuði og virðist hún vera að spretta upp á yfirborðið sem aldrei fyrr. Viðburðir í nóvember eru fjölmargir og mismunandi þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Það er stefna okkar að miðla íslenskri Hiphop menningu sem best og því verða fréttabréf sem þetta send út af og til.
Að auki minnum við á útvarpsþáttinn okkar, ORÐ (,,Hiphopþáttur íslenzka lýðveldisins“), sem sendur er út á Flass 104.5 öll miðvikudagskvöld kl.22-00. Þættinum er stjórnað af Ómari Ómari og Steve Sampling.
———————————————————————————————————
Innlendar Hiphop fréttir
Triangle Productions á Barnum – 8.nóvember
Þá er komið að rótföstu tónleikakvöldi Triangle bræðra og ekki eru þeir af verri endanum þetta skiptið heldur tvöfaldir útgáfutónleikar ef svo má segja.
Nýlega gáfu bæði Steve Sampling og Earmax út plötur og munu þeir báðir spila á fimmtudaginn auk Gunna Maris og Didda Fel sem eru að gefa út plötuna ,,Hvernig rúllar þú?” á coxbutter.com von bráðar.
Nýjar plötur Steve Sampling, “Borrowed & Blue” og Earmax, “Turn Your Ear To The Max”, munu báðar fást á staðnum fyrir þá sem hafa ekki þegar tryggt sér eintök af þeim.
Húsið opnar kl.22 og stendur fjörið yfir til 01.
Element Crew – bboy keppni 9.nóvember
Unglist – listahátíð ungs fólks, skartar glæsilegri dagskrá líkt og fyrri ár. Meðal viðburða þetta árið er breikdanskeppnin “King Of The Iceberg” sem skipulögð er af Element Crew hópnum.
Undanfarin ár hefur keppnin farið fram í Tjarnarbíói en nú er Norræna Húsið vettvangurinn og umgjörðin aldrei glæsilegri. Átta færustu breikhópar landsins munu heyja einvígí auk þess sem keppt verður í opnum flokki um ferskleikaverðlaunin.
Kynnar verða Charlie D og Gretski, aðgangur er ókeypis og viðburðurinn fer fram milli kl. 20-22:30
Rímnaflæði 2007 - Miðberg, 16.nóvember
Þá er komið að einum rótgrónasta viðburði íslensks hiphops, Rímaflæði. Keppnin verður eins og alltaf haldin í Miðbergi, föstudaginn 17.nóvember nk. og verður hún sérlega glæsileg þetta árið. Hiphop.is er samstarfsaðili að keppninni og mun skráning fara fram þar.
Dabbi T verður kynnir á keppninni, en hann mun einnig taka nokkur lög fyrir gesti. Auk hans munu Poetrix og sigurvegari Rímnaflæðis 2006, Danni A, stíga á svið og spila fyrir gesti.
Skráning fer fram á Hiphop.is og er skilyrði að keppendur séu á grunnskólaaldri (fæddir 1991 eða síðar).
Herlegheitin fara fram föstudagskvöldið 16.nóvember. Húsið opnar klukkan 19:30 og kostar aðeins 300 krónur inn.
DJ Evil Dee til Íslands - Organ,17.nóvember
Plötusnúðurinn og taktsmiðurinn, og annar helmingur Da Beatminerz, Dj Evil Dee mun koma frá á sérstöku ,,Kronik Klassik” kvöldi á Organ 17.nóv n.k. Þetta kvöld mun verða tileinkað gullaldar tímabili Kroniks og verður því 90´s hiphop party tónlist allsráðandi enda fjórtán ár frá því útvarpsþátturinn Kronik fór fyrst í loftið
Einnig koma fram O.N.E, 1985! og FL crewið ásamt, Dj B-Ruff, Dj Rampage og Dj Fingaprint a.k.a Nod Ya Head Crew.
Nostalgían verður í fyrirrúmi og verður þetta sannkallað ”Old School Classic" hiphop partý… Aldurstakmark er 20 ár. Forsala fer fram í Skífunni og á midi.is og kostar 1.500 krónur.
Nánari Upplýsingar um Evil Dee er að finna á:
http://www.myspace.com/djevildee
http://djevildee.podomatic.com/
Þriðja stórskífa Sesar A, 27.nóvember
Sesar A lætur verkin tala sem fyrr og hefur smíðað sína þriðju plötu, ,,Of gott..”. Gestarapparar Sesars eru Blazroca, Dóri DNA og Rósa (úr Sometime) auk þess sem hljómsveit Sesars frá Barcelona, IFS, á lag með honum á plötunni. Þeir sem leggja smíðar á tónlist plötunnar ásamt Sesar A eru Earmax, Guli Drekinn, Lúlli og Gísli Galdur.
Næsta tækifæri til að sjá Sesar A verður á Barnum, föstudagskvöldið 22.nóvember.
http://www.myspace.com/sesara1
Fyrsta plata Poetrix kemur út í nóvember
Mikil eftirvænting hefur byggst upp í kringum rapparann Poetrix í kjölfarið af laginu “Vegurinn til glötunnar” sem hefur hljómað á flestum útvarpsstöðvum undanfarinn mánuð. Lagið er það fyrsta sem hann sendir frá sér af væntanlegri plötu hans, ,,Fyrir lengra komna”, sem koma mun út nú í nóvember.
Vinnsla plötunnar spannar nú tvö ár og hófst svo samningaferli fyrir útgáfumálum í kjölfarið.
Poetrix kemur næst fram á Rímnaflæði 2007. Heyra má lög af væntanlegri plötu á Hiphop.is og á syrpudisknum Lifandi Orð 2007
Lifandi Orð 2007 – sala gengur vel, rúmlega 100 eintök eftir
Nú fer að grynnka á birgðum Lifandi Orðs 2007. Diskurinn fæst nú í Nakta Apanum og kostar þar 1.500 krónur.
Fyrir þá sem þekkja ekki til plötunnar, þá er hér á ferðinni fyrsti mixdiskurinn sem inniheldur bara íslenska hiphop tónlist, alls 29 lög. Meðal flytjenda þarna eru Afkvæmi Guðanna, Bent, Vivid Brain, 1985!, Poetrix, Diddi Fel, Beatmakin Troopa, Steve Sampling, 7Berg og Brjánsi.
Drífið ykkur að versla gripinn því hann verður aðeins seldur í þessu takmarkaða upplagi og það er vitað mál að hér er um klassískan disk að ræða.
———————————————————————————————————
Munið svo eftir að kíkja á Hiphop.is – þar sem íslenzkt Hiphop er í hávegum haft.
Hvet ykkur til að skrá ykkur á hiphop.is og þá fáiði allar fréttirnar eins og þessa í pósti.
http://hiphop.is/index.php?option=com_comprofiler&task=registers