Tupac. Þetta er ævisga Tupac og er ritgerð sem ég gerði í skólanum.

Rapparinn


2pac
Æviágrip.



********skóli
Rannsóknarverkefni.
JKH


















2006


Efnisyfirlit

Kynning…………………………………………………………………………………………………………..bls: 3
Æska 2pac………………………………………………………………………………………………………..bls: 4
Byrjunin á rappferlinum……………………………………………………………………………….. bls: 5
Síðustu dagar………………………………………………………………………………………… bls: 6
Verk Tupacs …………………………………………………………………………………………………….bls. 7
Heimildir……………………………………………………………………………………………………….. bls: 8




1.
2-Pac 16. júní 1971-13. september 1996

Tupac Amaru Shakur ( Júní 16, 1971- Semtember 13 1996) einnig þekktur sem
2pac eða Makaveli, var ameriskur rappari, leikari, aðgerðarstefnusinni og ljóðskáld.
Hann var skráður í heimsmetabók Guinnes fyrir að vera mest seldi rap/hip-hop
tónlistarmaður allra tíma,þá búinn að selja 73 milljónir heimsvítt, þar af 44.5
milljónir í Bandaríkjunum.Mest af lögum Tupacs eru um að alast upp í ofbeldi og harðneskju í gettóum, rasisma, og stundum hve leiður hann væri orðinn á félögum sínum í rappbransanum.Tupac var þekktur fyrir pólítísk, fátæktar og
kynþátta skilaboð í mörgum verkum sínum.Hann hefur verið sagður af mörgum aðdáendum,gagnrýnendum og áhrifamönnum í tónlistarbransanum besti rappari í heimi.







2. Æska Tupacs

Tupac Shakur var fæddur í Brooklyn, New York 1971 og bar nafnið
Lesane Parish Crooks en á meðan hann var ennþá lítið barn, breytti
móðir Tupacs nafninu hans yfir í Tupac Amaru Shakur.

Frá æsku, kölluðu hann allir Svarta Prinsinn.Þegar hann var tveggja
ára, fæddist systir hans.Pabbi þessarar stelpu- Mutulu var í samtökunum
Svarti Pardusinn (baráttusamtökum svartra) eins og móðir Tupac´s.
Sex mánuðum fyrir fæðingu stelpunnar hafði Mutulu verið dæmdur í
sextíu ára fangelsi fyrir rán sem hann framdi.


Fjölskyldan upplifði erfiða tíma eftir að Mutulu fór í fangelsi.
Hvert sem þau fluttu Bronx,Harlem,athvörf fyrir heimilislausa-
leið Tupac illa.

En á aldrinum tólf hafði Tupac uppgötvað hve honum fannst gaman að
leika,skrifa ástarlög og ljóð.Þegar Tupac var táningur, flutti fjölskylda
hans til Baltimore,Maryland þar sem hann fór í skóla fyrir þá sem vildu
læra leiklist,listir eða ballet.
Í þessum skóla, skildi Tupac eftir ævivarandi áhrif á kennara sína og
þótti mjög efnilegur.En því miður gat Tupac ekki haldíð áfram námi sínu
í þessum skóla því hann flutti til Oakland Kaliforníu með fjölskyldu sinni.
Það var þá sem hann lenti í slæmum félagsskap.










3. Byrjunin á rappferlinum

Fimmtán ára að aldri, féll hann inn í rappið; hann byrjaði að skrifa rapptexta,
labba með hih-hop stíl, og nýta sér bakgrunninn í New York út í ystu æsar.
Fólk í litlum bæjum óttaðist orðspor New York; hann kallaði sjálfann sig MC
New York og lét fólk halda að hann væri hörkugaur.

Þegar Tupac var tvítugur hafði hann verið handtekinn átta sinnum.
Þótt Tupac hafði ekki verið menntaður, gekk hann í rappgrúppuna Digital Underground sem dansari.Ekki löngu áður að hún fékk verðlaun.
Tupac gaf út sína eigin plötu ”2pacalypse Now”, sem fékk einnig verðlaun.
Smáskífan sem sló í gegn ”Brenda´s Got A Baby” skaut ferli Tupacs upp eins og
eldflaug.Hæfileikar hans urðu til þess að hann fékk hlutverk í kvikmyndinni, “Juice”.Að lokum gaf Tupac út aðra plötu “Strictly for my N.I.G.G.A.Z,”
sem fagnaði meiri velgengni en síðasta plata hans og kom tónlist Tupacs á topp listana.

Á sama tíma komst Tupac í kast við lögin í auknum mæli. Í október 1991 var hann stöðvaður af tveimur lögregluþjónum fyrir að fara ólöglega yfir götu. Eftir að hann sagði þeim að fara til fjandans réðust þeir á hann og börðu hann illa. Tupac fór í mál við ríkið og fékk 42.000 dollara í skaðabætur. Tveimur árum síðar kom hann að tveimur lögregluþjónum sem voru að áreita blökkumann og lenti í slagsmálum við þá og skaut þá og særði. Síðar kom þó í ljós að lögregluþjónarnir voru undir áhrifum og með skotvopn sem hafði verið stolið úr sönnunargagnageymslu á sér, og því voru kærur gegn Tupac lagðar niður.







4.
Síðustu dagar.

Árið 1996 gaf hann út plötuna All Eyez on Me, sem var fyrsta tvöfalda hljómplata hans, og í raun fyrsta tvöfalda hljómplata af frumsömdu efni í sögu rapptónlistarinnar. Platan seldist í yfir níu milljónum eintaka og margir telja hana meðal bestu platna í sögu rapptónlistar.
Þann 7. september 1996, eftir að hafa verið staddur á hnefaleikakeppni í Las Vegas ásamt Suge Knight, var skotið á bíl þeirra og Tupac varð fyrir fimm skotum. Hann var lagður inn á sjúkrahús, þar sem gerðar voru þrjár aðgerðir til að reyna að bjarga lífi hans. Sex dögum síðar, þann 13. september, lést Tupac af sárum sínum, aðeins 25 ára að aldri.
Morðið á Tupac er enn þann dag í dag óupplýst. Ýmsar kenningar hafa verið uppi um hver hafi staðið fyrir morðinu og því hefur jafnvel verið haldið fram að Tupac hafi sett dauða sinn á svið og telja sig margir hafa vísbendingar um það af plötum hans.
Tveimur mánuðum eftir morðið kom út platan Makaveli: The Don Killaminati: 7 Day Theory, sem Tupac hafði tekið upp rétt fyrir dauða sinn. Á plötunni var dauða hans spáð í mörgum lögum og efni plötunnar var að öllu leyti þungt og dimmt yfir því. Platan var sögð hafa verið unnin á aðeins sjö dögum og eitt vinsælasta lag hennar, Hail Mary, tekið upp á hálftíma. Platan seldist í rúmlega fimm milljón eintökum og var uppspretta ýmissa kenninga um að Tupac væri enn á lífi.
Árið 1997 komu út kvikmyndirnar Gridlock'd og Gang Related, sem Tupac hafði leikið í skömmu fyrir dauða sinn. Sama ár kom einnig út ljóðabókin The Rose That Grew From Concrete, sem inniheldur ljóð sem Tupac samdi þegar hann var 18-19 ára.
Eftir dauða Tupacs hafa komið út fjölmargar plötur með áður óútkomnu efni hans. Einnig hefur verið gerð heimildarmynd um hann, Tupac: Resurrection, sem kom út í nóvember 2003.
Tupac er af mörgum talinn vera einn besti og áhrifamesti rappari allra tíma. Eitt er víst að hann hafði gífurleg áhrif á tónlistarheiminn og þá sérstaklega rapptónlist.








5.Verk Tupacs

Hljómplötur
• 2Pacalypse Now (1991)
• Strictly 4 My N.I.G.G.A.Z. (1993)
• Thug Life: Thug Life Vol. 1 (1994)
• Me Against The World (1995)
• All Eyez On Me (1996)
• Makaveli: The Don Killaminati: 7 Day Theory (1996)
Gefnar út eftir dauða Tupacs:
• R U Still Down? (Remember Me) (1997)
• 2Pac's Greatest Hits (1998)
• Still I Rise (1999)
• The Lost Tapes (2000, recorded in 1989)
• The Rose that Grew from Concrete (2000)
• Until the End of Time (2004)
• Better Dayz (2002)
• Tupac Resurrection (2003)
• Nu-Mixx Klazzicz (2003)
• 2Pac Live (2004)
• Loyal to the Game (2004)
• Ready 2 Die (2005)
Kvikmyndir
• Juice (1992)
• Poetic Justice (1993)
• Above the Rim (1994)
• Bullet (1996)
• Gridlock'd (1997)
• Gang Related (1997)
• Biggie & Tupac (2002)
• Tupac: Resurrection (2003)
Bækur
• Ljóðabókin The Rose That Grew From Concrete (1997)

Heimildir

Wikipedia
Prentað efni með geisladiskum
I´m back