
Platan gengur undir vinnuheitinu WW2 en efnið af henni er aðalega afgangar frá síðustu plötu þeirra The W. Platan mun koma út 17. desember en von er á smáskífunni Pinky Ring frá þeim á allra næstu dögum.
Einn þeirra Clanara, RZA segir að þeir tóku upp alveg fullt af efni fyrir síðustu plötu svo nóg var eftir í nýja.
“Við tókum upp um 20 lög í Los Angeles og kannski 10 í viðbót í New York. Þegar við vorum við upptökur í LA var rosalegt sólskin og læti svo það verður kannski smá sumar stemmning á plötunni.”