Mixteipið Dóri DNA & Daníel Deluxe - Stelpur og Chill er komið út. Á teipinu er að finna 20 trökk og fimmtán heil lög. Pródúseringar eru flestar í höndum Daníel Deluxe, en einnig leggja hönd á plóg þeir Eternal, Árni Nec, E-1, Lúlli, Palli PTH og Blazematic.
Dóri DNA sér um rappið en gestir eru James Dean, Rauða Stjarnan, Don Bentino, Gústi Aska, Nigga Beinteins og fleiri góðir.
Mixteipið fæst ekki á mörgum stöðum í augnablikinu, en hægt er að fá það í 12 tónum á Skólavörðustíg, Smash í Kringlunni, Exodus á Hverfisgötu og Nakta Apanum sem er á Laugavegi semi Bankastræti.
Kostar aðeins 1000 krónur og er uppfullt af gúmmelaði.
Inn á www.myspace.com/barnnatturunnar er hægt að heyra þrjú lög.
1. Aftur í júlí (Ill Grafarvogs ruff draft)
2. Mosó -(ásamt E-1)
3. Gullkindin (ásamt Drullu og Vörtu)
4. Kæra sumar
5. Þú heyrðir vitlaust original (ásamt James Dean)
6. Fáum Aron Pálma heim
7. Verslunarskóli Íslands, á móti (skit)
8. Þerra sveitt enni (ásamt Árna Nec)
9. Kóngar tróna (ásamt Rauðu Stjörnunni)
10. Blautt Malbik
11. Freestyle -Blautt Malbik (ásamt Cheese og Spaceman)
12. Tivolí (ásamt Gústa Ösku)
13. Pönn í feis (ásamt Nigga Beinteins)
14. Gallagripir Röff mix (ásamt Don Bentino og Eternal)
15. Maður er manns gaman
16. Hlustum á músík (ásamt Tom Hagen)
17. Flóðhestur í hjólastól
18. Allir vilja
19. HC Anderson rap
20. 08.02.98
Teipið er Gefið út af Lúgernum í samstarfi við Prikið og Corona Extra.
Cover er gert af Noem.