Gang Starr-Moment Of Truth Moment Of Truth er meistaraverk, algjör fucking snilld. 78 mínútur og 20 lög af Guru og Premo. Moment Of Truth var gefinn út fyrir þremur árum af NOO TRYPE RECORDS.
Eins og ég hef sagt er þessi diskur drábær og á án efa eftir að verða klassískur með tímanum. Moment Of Truth inniheldur bangera eins og YOU KNOW MY STEEZ, ABOVE THE CLOUDS ( Inspectah Deck rappar með Guru af stakri snilld ), B.I. VS FRIENDSHIP, THE MILITIA, THE REP GROWS BIGGA og MAKE EM PAY. En takið eftir, þetta eru aðeins bestu lögin. Ég held að ég geti ekki fundið nein slæm lög fyrir utan THE MALL og ROYALTY ( ég hata K-CI og JoJo, ég skil bara ekki hvað þessir gaurar eru að gera á plötunni ). Gestir á MOT eru fyrrnefndir K-Ci og Jo Jo uugghhh, INSPECTAH DECK sem er einn af mínum uppáhalds meðlimum Wu Tang, Hannibal, M.O.P., Big Shug, Freddie Fox, Krumb Snatcha, G-Dep, Shiggy Sha og Scarface.
Tracklistinn á MOT er svona:

1.You Know My Steez
2.Robbin Hood Theory
3.Work
4.Royalty
5.Above The Clouds feat. INSPECTAH DECK
6.JFK 2 LAX
7.ITZ A SETUP feat. HANNIBAL
8.MOMENT OF TRUTH
9.B.I. vs FRIENDSHIP feat. M.O.P.
10.THE MILITIA feat. BIG SHUG, FREDDIE FOX
11.THE REP GROWS BIGGA
12.WHAT I´M HERE 4
13.SHE KNOWZ WHAT SHE WANTZ
14.NEW YORK STRAIT TALK
15.MY ADVICE 2 YOU
16.MAKE´EM PAY feat. KRUMB SNATCHA
17.THE MALL feat. G-DEP, SHIGGY SHA
18.BETRAYAL feat. SCARFACE
19.NEXT TIME
20.IN MEMORY OF…

Pródúseringinn er öll í höndum DJ PREMIERS, fyrir utan SHE KNOWZ WHAT SHE WANTZ og MAKE´EM PAY sem voru pródúseruð af Guru. Það sem stendur upp úr á disknum er auðvitað allir beat-arnir, það er ótrúlegt hvað Primo getur gert. Hann er að mínu mati einn færasti pródúser í hipp hoppi í dag, síðan er diskurinn lyrically séð geðveikur enda er Guru enginn viðvaningur á því sviði. Diskurinn er fullur af flottu efni og þeir sem eiga hann ekki ættu bara að fara drífa sig út í búð og kaupa MOT. Algjör snilld, ég gef honum 9.8 af 10.