Eminem Presents: The Re-Up Eins og flestir vita þá er platan Eminem Presents The Re-Up að fara að detta í verslanir um heim allan 5 Dec. Eminem er reyndar sjálfur lítið á þessari plötu en hann er aðalega að gefa nýju meðlimum Shady Records smá boost í framtíðina, en þeir eru Ca$his & Bobby Creekwater, einnig er hann að gefa Stat Quo smá boost þar sem hann hefur ekki orðið svo þekktur enþá þrátt fyrir að hafa verið í Shady Records nokkuð lengi ef ég er ekki alveg örugglega að segja satt :).
Það er á hreynu að Eminem, Stat Que og 50 Cent standa uppúr, þótt ég sé hrifnastur af Eminem á þessari plötu, hann gerði einning flesta beatana. Teiknaði coverið oflr
En allavegana, ég ætla að segja hvað mér finnst um hvert einasta lag og rate-a það.

1. Eminem: Shady Narcotics: 8
Þetta get ég nú varla kallað lag, hann er aðeins að kynna þá sem verða á plötuni. Það er samt mjög góður beat á meðan kynninguni stendur.

2. Allir sem eru á plötunni: ‘We’re Back’: 4.5
Þetta er ekkert sérstakt lag, þarna eru allir sem koma fram á plötunni bara að rappa, frekar líflaust og slappt viðlag. Anyway gott flow hjá nokkrum þeirra t.d. Eminem & Obie, þrátt fyrir að þeir eru bara að rappa um eitthvað rugl.

3. Obie Trice: ‘Pistol Pistol (Remix)’: 7
Ágætis lag, ég er búinn að hlusta á þetta nokkrum sinnum, nokkuð gott og tricky viðlag í þessu, ásamt nokkrum góðum rímum.

4. Bizarre & Kuniva of D12: ‘Murder’: 8
Mjög catchy beat, nokkuð dimmur og passar vel við viðlagið. Vel heppnað lag frá þeim félögum úr D12.

5. Ca$his: ‘Everything Is Shady’: 2
Nú ég var ánægður með öll lögin so far en þetta er fyrsta leiðinlega lagið sem ég heyrði, og það er frá þessum nýja meðlim “Ca$his”, fínn beat, ég er bara ekki ánægður með Ca$his, hann fylgir enganvegin beatinum og eyðileggur lagið nánast.

6. Eminem & 50Cent: The Re-up: 5
Annað slappt lag, með engu viðlagi, Eminem gjörsamlega RIPar þetta lag flowsinns vegna. Hann er nokkrum höfðum hærri en 50 í flowi. En 50cent kemur með skemmtilegan part þar sem nokkrum af hans bestu lögum erusett í beatin. Ég verð að gefa þessu 5 flowsinns vegna.

7. Eminem Ft. 50cent, Llody Banks & The Ca$his: 10
Tussugott lag með góðum beat frá Eminem. Þetta lag er Nr.1 á flestum topplistum Bandaríkjana eða var allavegana. FM957 fara ábyggilega bráðum að fara að spila þetta og fleirri íslenskar rásir. Þeir létu þetta á netið fyrir eitthverju síðan og er búið að gera myndband við þetta lag.

8. Eminem Ft. 50cent: ‘Jimmy Crack Corn’: 10
Annað heavy gott lag frá Eminem sem hann sharear með 50cent. Það kæmi mér ekki á óvart ef þeir myndu gera myndband við þetta. Mjög hresst lag, með mjög catchy viðlagi. Ég sjálfur get varla fengið nóg að þessu.


9. Proof: ‘Trapped’: 9
Mjög gott lag sem Eminem mixaði. Ég held að það sé tekið einhverja lyrcis sem proof gerði og bætt beatinum undir. Mjög vel heppnað, vildi að þetta væri lengra heldur en bara 1 mín.

10. D12: ‘Whatever You Want’: 2
Mjög leiðinlegt lag, ég hef ekki nennt að hlusta á það oftar en einusinni, það er eins og það hafi verið bætt helling af leiðinlegum soundum í þennan beat og þeir séu að reyna að rappa yfir það.

11. Ca$his: ‘Talkin' All That’: 5,5
Þetta er samt ekkert svo gott lag. Þetta er svona underground gangstah lag sem mörgum finnst kannski gott, not my style anyway.

12. Stat Quo: ‘By My Side’: 8,8
Hérna fáum við að heyra fyrsta lagið með Stat Quo og það er bara tussugott, hann fer mjög vel með þennan beat. Þetta er eitt af mínum uppáhaldslögum á þessum disk, mæli með þessu :)

13. Obie Trice & Ca$his: ‘We Ride For Shady’: 8
Nokkuð gott lag frá þeim félögum, ég sé samt sem áður ekkert flow hjá Ca$his, Obie Trice gerir þetta hinsvegar vel.

14. Bobby Creekwater: ‘There he is’: 2,5
Frekar slappt lag að mínu mati, ég veit nú ekki alveg hvað er hægt að segja um þetta… leiðinlegur beat, slappt viðlag oflr. Þessi nýji meðlimur kemur ekki vel útúr þessu eina lagi hans á The Re-up.

15. Stat Quo: ‘Tryin' Ta Win’: 6,8
Fínasta lag. Þetta er samt sem áður frekar líflaust og lítið flow í þessu hjá honum.

16. Akon, Stat Quo & Bobby Creekwater: ‘Smack That (Remix)’: 6,5
Þarna er lagið Smack that frá Akon Ft. Eminem Remixað. Ég verð nú að segja að mér fannst upprunnalega versionið hjá Akon og Eminem betri en þessi, however ég gef þessu 6,5.

17. Eminem: Public Enemy #1: 7
Þarna er eminem að lýsa því hvernig það var þegar símin hans var publicaður á netinu. Hann var semsagt með margar hugmyndir um hvað væri að gerast og segir stannslaust frá því í rúmar 2mín án neins viðlags eða neitt. Beatinn verður alltaf hraðari og hraðari þangað til hann er skotinn, fínt lag, minnir mann á Rabbit run á diskunum 8 Mile, en ég hefði meira verið til í að fá að heyra smá viðlag þarna.

18. Stat Quo: ‘Get Low’: 8,5
Þetta er mjög gott party lag að mínu mati. Þetta lag minnir mig gífurlega á einhvað 50cent lag sem ég man ekki alveg hvað heitir, kannski þið vitið hvaða lag ég er að tala um?

19. 50Cent: ‘Ski Mask Way (Remix)’: 10
Geggjað lag frá þessum manni, einum umdeildasta rappara fyrr og síðar. Vel Remixað af Eminem.

20. Nate dogg, Eminem, Bobby Creekwater & Obie Trice: ‘Shake That(Remix)’: 8
Þetta er nú bara alveg eins og fyrsta versionið með Nate dogg & Eminem nema Bobby & Obie rappa inní. Mjög flott hjá þeim báðum anyway, gott flow & alles
En það eru víst flestir komnir með leið á þessu lagi þannig ég veit ekki hvernig ykkur finnst þetta.

21. Obie Trice, Kuniva, Bobby Creekwater, Ca$his & Stat Quo: ‘Cry Now (Shady Remix)’: 8
Þetta lag var upprunnanlega á Obie Trice disknum Secont round on me. Þetta er mjög vel heppnað Remix. Bara verst að maður er komin með leið á þessu lagi.

22. Eminem: ‘No Apologies’: 10+
Þá er það síðasta lagið á þessum disk. Þetta lag er langbestalagið á þessum disk. Það kemur ábyggilega myndband við þetta lag bráðum og það á von á Grammy verðlaununum sjálfum. Þetta er nokkurskonar blanda af The Way i am og When Im Gone.
Flæðið í þessu lagi er amazing og sýnir okkur það að eminem er langt frá því að vera búinn, bara rétt að byrja.


Núna hef ég sagt svona nokkurnveginn hvað mér finnst um lögin á þessum disk og ég verð að segja svona overall þá er þetta bara tussugóður diskur, allavegana ábyggilega jólagjöfin hjá mörgum þetta árið.

Takk fyrir mig.