Fyrst það er nú sama sem ekkert að gerast hér á þessu áhugamáli ætla ég að gera smá review af Black On Both Sides sem er eini solo diskur snillingsins Mos Def ( hann gerði víst Black Star með Talib Kweli ).
Black On Both Sides var gefinn út árið 1999 af hinu virta plötufyrirtæki Rawkus. Diskurinn byrjar á smá introi, þar sem Mos Def er að kjafta um margt og mikið. Síðan kemur algjörlega banging lag, sem er kallað HIP HOP, lyrically er þetta lag hin stakasta s-n-i-l-l-d og einnig er lagið með ágætis beat. Næst kemur Love, svona frekar rólegt en samt ekki slæmt þó ég sé ekkert allt of hrifin af pródúseringunni. Síðan kemur MS. FAT BOOTY, nokkuð helvíti gott lag, á eftir því kemur SPEED LAW, og svo loksins DO IT NOW þar sem BUSTA RHYMES kemur með nokkrar flottar rímur og MOS DEF rappar af stakri snilld. GOT er næsta lag á eftir, takið eftir: þetta lag er ill , sérstaklega er chorusinn í laginu ótrúlega addictive. UMI SAYS er nokkuð flott en næsta lag á eftir heitir NEW WORLD WATER og er frekar amusing ( frekar fucked up ). ROCK N ROLL kemur síðan, þetta er nett lag og var ég hrifinn af textanum í laginu, þið verðið bara að heyra þetta. Næst kemur eitt besta lag disksins KNOW THAT, þetta er hardcore hip hop og varður maður bara að segja vá, einnig droppar TALIB KWELI versi ( og allir vita það að þegar þessi tveir eru saman á lagi þá er það dope ). Semsagt snilldarlag!!!!!!!!!!
CLIMB er næsta lag á eftir, ég er nú ekkert of hrifinn af þessu, eitt af verri lögum plötunnar. BROOKLYN er one hell of a track, maaaaaaad dope, Mos Def rappar yfir þremur beatum og síðasti beatinn er snilld ( mig minnir að þetta sé úr WHO SHOT YA, allavega virkilega ill ). HABITAT er ágætt lag en á eftir því kemur MR.NIGGA, Q-TIP er featured á laginu en þó er hann aðeins á hookinu ( ég hefði viljað heyra hann droppa einu versi ). MR.NIGGA er eitt af bestu lögum disksins, tjekkið á þessu : the only brother in sight, the flight attendant catch fright/i sit down in my seat 2c/she approach officially, talking bout ‘excuse me’/her lips curl up into a tight space/cause she don't believe i'm in the right place/showed her my boarder pass, and then she sorta gasped/all embaressed, putting extra limes on my water glass/a hour later here she come by walking past/'i hate to be a pest, but my son would love your autograph'. Hookið minnir mig mjög á SUKKA NIGGA sem A TRIBE CALLED QUEST gerði. Sjálfur DJ PREMIER pródjúsar MATHEMATICS, frábært lag með ill beat. MAY-DECEMBER er lokalag plötunnar, eiginlega er MAY-DECEMBER frekar instrumental með smá jazzy fílíng í.
BLACK ON BOTH SIDES er frábær diskur, definitly einn af betri hip hop diskum ársins 1999. Ég gef þessum 9.6 af 10, aðeins nokkur lög eru ekki nógu góð ( þó engin léleg ). Ég hefði þó viljað að Hi-Tek hefði pródúsað nokkur lög.
Ég mæli sterklega með BLACK ON BOTH SIDES fyrir þá sem eiga hann ekki.