Jæja…
Undanfarnar vikur hef ég verið að fylgjast með ýmsum rökræðum hér í hiphopppinu á Huga. Ég hef rekist á þessi ‘underground’, ‘mainstream’, ‘commercial’, ‘real’ og ‘fake’ hugtök ásamt mörgu öðru, mig langar aðeins að segja mína skoðun.

Hvað varðar Underground, mainstream og commercial, þá á ég oft bágt með að halda niðri í mér hlátrinum þegar fólk talar um þetta. Það er margir hér annálaðir ‘underground hausar’ fólk sem segir að þeir sem séu ríkir séu alveg hrikalegir. Þessir sömu underground hausar vilja ekki reyna að hlusta á margt sem annað fólk fílar, og eyðir mestum sínum tíma í það að finna eins ófræga rappara eins og hægt er og láta sem flesta vita hvað þeir séu flottir að vita svona mikið.
Uppáhalds dæmið mitt er maður að nafni Sean Carter (Jay-Z) sem í gegnum tíðina hefur áunnið sér mikið hatur frá þessum underground hausum. Hann er ríkur, hann talar um peninga hann er commercial. Þá reikna flestir með því að hann verði slæmur rappari, en hvað gerir hann slæman? Textarnir? (um peninga sumpart, um konur sumpart um æskuna sína sumpart, þetta virðist vera lífið hans) Flæðið? (hann er með betra flæði en margur annar, frábært breath control, hann er vel þjálfaður og er vel skiljnlegur) taktarnir? (of jiggy jiggy? hver sagði að hiphop væri ekki jiggy taktar?).
Það eru margir sem hata Jay-Z en ég vill bara benda á þetta.
Svo er það annað með þessi commercial, underground og mainstream. Hvenær fer rappari/hljómsveit úr því að vera mainstream í commercial. Verða tónlistamenn commercial þegar þeir vilja láta selja plötuna sína. Eða þurfa þeir að segja money eða bitches ákveðið oft í einu lagi? Getur einhver sagt mér hvar línan liggur?
Hvar standa Kweli, Monch og Mos Def? Eru þeir underground?

Real og Fake
Margir tala um real hiphop. Fyrir mér er þetta brandari. Hvernig verður eitthvað fake hiphop. Hvernig er hiphop; verður að vera rapp? verður að vera taktur? Hvar er línan milli þess að vera R&B og hiphop? Hvar er lína milli Soul og Hip-Hop? Eru Five hiphop (þeir rappa og syngja..) Er einhver lína.
En já höldum áfram með Real og Fake. Þetta er sjálfsagt hugtök sem spruttu upp í þessu East og West coast stríði sem einkenndi rapp á sínum tíma.
Menn tala enn um real hiphop. Einhverstaðar sá ég að einhver spjallverjinn skilgreindi mann sem gengur um í tjokkó fötum með tribal tattú og hlustaði á ‘real hiphop’ hipphoppara. Sem segir okkur líka það, hverjir eru hiphoppparar hverjir eru það ekki? Ef að ég geng í þröngum gallabuxum verð ég þá ekki hipphoppari? Hvað með þessa sem ganga í víðum gallabuxum og hlusta á annað en Rapp?
En já enn og aftur um real og fake…
Hvar í verður prósessnum verður tónlistarmaður fake? Er það ef hann er með slæma texta, eða slæmt flæði, eða útaf því hann hefur abstract hugsun sem enginn annar skilur?
Hverjir eru Real? Eru það mennirnir sem hafa verið hvað lengst í rappinu og vita alveg hvað þetta er um? Eru þá nýliðarnir fake, voru þá þessir sem hafa verið lengst einhverntíma fake? Er real eitthvað sem maður ávinnur sér?

Já þetta eru margar spurningar, sem ég fæ sjálfsagt aldrei svör við, ég vill endilega sjá sem flest svör við þessu; Frá fólki sem titlar sig sem underground og að sama skapi frá þessum sem titla sig mainstream.
Þessar spuringar eru kannski ekki allar svaraverðar þær eru kannski til þess að tákna óvissuna sem þessar skilgreiningar hafa í för með sér.
Því þegar í botninn hvolft vitum við hvað hiphop er? pff við vitum ekki einu sinni hvað lífið er….

Kamalflos