jæja þá er komið að því loksins að þýsku vélmennin úr Funkstörung kikja á okkar kalda klaka og allt í boði bestu
vina ykkar allra, Rafrænni Reykjavik.
Funkstörung ættu nú flestir electro hausar að kannast við, enn hér kemur nett kynning á þessum kempum,
michael fakesch og chris de luca heita þessir þýskara og koma frá rosenheim sem er lítill (á evrópskan mælikvarða)
bær í ölponum. Þeir kynntust árið 1992 þegar chris var að spila í partíi sem micheal var að halda, komust þeir
fljótlega að því að þeir höfðu svipaðar hugmyndir um tónlist og afráðu að byrja að leika sér eitthvað saman i
græjunum undir nafninu musik aus strom (isl:tónlist gerð með rafmagni).Það gekk svo vel hjá þeim að árið 94“ gerðu
þeir 6 plötu samning við hið goðsagnakennda label Bunker/acid planet sem hafa meðal annars stráka eins og I-F og
legowelt undir sínum verndarvæng. Enn bunker gat ekkert gert fyrir þá fyrr en 96” vegna fjárhagserfiðleika, þeir
breyttu þá nafninu sínu í funkstörung og labelinu í musik aus ström og hófu að semja aðeins melódískari og
flóknari tónlist sem þeir eru þekktir fyrir í dag. þeir gáfu út nokkrar 12 tömmur á labelum eins og chocolate
industries og compost.Funkstörung hafa alla tið verið mjög vinsælir endurhljóðblandarar og hafa remixað ekki
ómerkara fólk enn Wu tang clan, Björk og Jean Michelle Jarre og var einmitt fyrsta plata þeirra á indie risanum
!K7 ,sem eru hvað þekktastir fyrir dj kicks seríuna sína, platan additional productions sem er samansafn af
remixum eftir þá félaga (99") og svo kom hin margrómaða Appetite for Disctruction út ári seinna.Platan Return to
the Acid planet sem kom út í fyrra er alveg hreint magnað stykki þar sem þeir taka gömlu Acid planet lögin sín og
Jacka þau upp í nútíma útfærslum plata sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Þetta mun ver fyrsta skiptið sem þeir félagar koma hingað til lands og hafa lofað gjöramlega trufluðum tónleikum,
það verður trommari með í för sem gerir þetta ennþá meira spennandi og svo eru þeir með sína eigin visiuala sem
eru engu öðru líkir, einnig mun hann Aggi Agzilla sem var að signa hjá Metalheads sem er stærsta breakbeat label
heimsins verða með livesett og síðast enn ekki síst er það hostinn DJ Gorbatsjov sem ætlar að sjá til þess að
allir komist í réttu stemmninguna.
lineup kvöldsins verður þannig að DJ gorbatsjov byrjar þetta um 11 leytið og uppúr miðnætti mun Agzilla koma fram
en þegar hann hefur lokið sér af munu funkstörung koma með sitt live sett sem tekur í kringum klukkutíma og svo
ætla þeir félagar að rokka plötuspilarana fram á rauða nótt. Það er um að gera að mæta snemma því þetta verður
kvöld sem verður talað um um ókomna tíð.
SCHEME004 @ Gaukurinn
laugard. 15 apríl
Live:
Funkstörung
Agzilla
dj´s
Gorbatsjov
micheal fakesch
1000 kall í forsölu hjá 12 tónum
1500 við hurðina
RAFRVK.