loksins loksins þá er komið að því að snillingurinn Luke Vibert kíki á okkur
eyjaskeggja og það er ekki nóg heldur koma brjálæðingarnir í Dr.mister &
Mr.Handsome einnig fram, enn eins og flestir ættu að vera farnir að vita
sprengja þeir alla mæla með sínu setti og kellingarnar verða alveg spólandi.
Það er ekki allt því plötusnúðarnir Biggi veira úr GusGus rafræn reykjavik
hostinn dj Gorbatsjov og nýliðinn dj Xylic ætla að sjá til þess að enginn
fari ósveittur heim. já þetta er eitthvað sem enginn tónlistaráhugamaður má
láta fram hjá sér fara og allt þetta á þúsundkall.
Luke vibert aka plug aka wagon christ :
Er oft nefndur í sömu andrá og Aphex Twin og Squarepusher sem er kannski ekki
skrítið þar sem þeir koma allir frá sama staðnum, cornwall og eru allir vinir
og hafa verið að gera tónlist saman siðan snemma á seinasta áratug. Luke
hefur ekki verið við eina fjölina felldur við tónlistargerð sína og eru þessi
þrjú nöfn að ofan aðeins 3 af 8 og á hann i kringum 80 útgáfur á yfir 20
merkjum sem eru jafn ólik innbyrðis og þau eru mörg þótt,ninja tune og
rephlex hafi verið einskonar heimalabel hans.Luke hefur aldrei verið hræddur
við að prófa nýja hluti í sköpun sinni og hefur ekki viljað festa sig við
neina eina stefnu og er hann jafnvígur á dansgólfinu sem og í sófanum Enn nýjasta afurð hans er einmitt samstarfsverkefni hans og konung Moogsins Jean Jacques Perrey enn þeir eru búnir að henda saman í eina plötu sem ferðast um
undraheima þessa byltingarkennda synthesisers og er hún væntanleg á low
labelinu fljótlega. Er það augljóst að þetta er mikill hvalreki fyrir okkur íslendinga að fá þennan gullmola til landsins.
Dr.Mister & Mr.Handsome
Þeir eru búnir að stimpla sig vel inn hjá okkur íslendingum með klikkuðum
tónleikum á Nasa upp á síðkastið og svo er lagið kokaloca búið að vera að gera allt vitlaus á öldum ljósvakans og voru Þeir einmitt þeir fyrstu til að skrifa undir hjá nýja labelinu cod music og er þeir sveittir í stúdíóinu þessa dagana að taka upp og fáum við heyra eitthvað að því á þessu kvöldi.
Gus Gus dj´s
Producerin úr gus gus hann Biggi Veira ætlar einnig að heiðra okkur með tónum
sínum.Biggi er maður sem vart þarf að kynna enn hann er einn af þeim allra
fyrstu og bestu raftónlistarmönnum íslands,það fer að styttast óðum í plötu
þeirra gusgus krakka hver veit nema við fáum að heyra eitthvað af henni.
Dj Gorbatsjov
er barna barn hins eina og sanna Michail Gorbatsjov seinasta forseta
sovietrikjanna.Hann hefur verið á eilifu flakki frá falli kommunismanns enn
fékk sýn í nóvember á síðasta ári um að hann ætti að koma til íslands og
byrja með útvarpsþáttinn Rafræn Reykjavik og menga klúbbamenningu íslands með
sinni skemmtilegu blöndu af technoi og breakbeati.
Dj Xylic
þetta er fyrsta skiptið sem xylic kemur fram enn hann spilaði hjá okkur í
útvarpsþættinum rétt eftir áramót og gerði alveg hreint stormandi lukku.
Þannig að við báðum hann um að hita okkur upp þann 17. með rétta skammtinum
af acid house
vj biogen
Biogen er betur þekktur sem tónlistarmaður enn er búin að vera að ryðja sér
til rúms sem einn af okkar athyglisverðustu videolistamönnum, og ætlar hann
að varpa einhverjum skemmtilegum myndum for our visiual pleasures.
Rafræn Reykjavik kynnir:
scheme003 @ NASA
17.03.2006
fram koma :
live:
Luke Vibert (rephlex/warp)
Dr.Mister & Mr.Handsome (codmusic)
dj´s
Biggi Veira (GusGus)
Gorbatsjov (RafRvk)
Xylic (RafRvk)
vj Biogen
dyrnar opna klukkan 23:30
1000 kall í forsölu
hjá 12 tónum og smekkleysubúðinni
frá og með mánudeginum 13 mars.
1500 við hurð.
http://rafreykjavik.01.is
http://www.brainwashed.com/vibert
http://www.gusgus.com
http://www.cod.is/cod/index.aspx?GroupId=6&TabId=16