Blackalicious Jæja, það er orðið dálítið langt síðan ég skrifaði síðast inn grein hingað.
Ákvað að skrifa um Blackalicious þar sem þeir eru mjög áhugaverð sveit. Allavega vona að þið lærið eitthvað af þessu.

Afsakið ef þetta inniheldur einhverjar málfræði, stafsetningavillur. Einnig ef þetta er vitlaust á einhvern hátt.

Árið 1987 hittust Tim Parker (Gift of Gab) og Xavier Mosley (Chief Xcel) í John F. Kennedy háskólanum í Sacramento, Kaliforníu.
Á þessum tíma hafði Gift of Gab verið að vinna sér inn respect með því að vera einn besti MC´inn á svæðinu en Xcel var hinsvegar að þeyta skífum í partíum.

Á vorönninni voru þeir saman í hagfræðitímum og þar sátu þeir og rifust um hip-hop alla önnina. Þeir voru alltaf ósammála um allt. Xcel var alltaf að segja Gab frá góðu lagi sem hann hafði heyrt á Action Jack mixteipi. Þetta lag var með MC sem kallaði sig Milk D. Xcel spilaði lagið í vasadiskóinu sínu fyrir Gab og hann var mjög opinn fyrir því. Þetta var í fyrsta skipti sem þeir áttu samræður um hip-hop sem voru ekki rifrildi.

Í janúar 1988 byrjuðu hlutirnir að gerast. Gab var með DJ sem kallaði sig Maestro K, hann ákvað að hætta í hip-hopi og snúa sér að R&B. Þá hringdi Gab í Xcel og sagði “Mig vantar DJ”, þá sagði Xcel “Hversu lengi?” og þá sagði Gab “Forever”.
Þetta var byrjun þess sem síðar varð Blackalicious.

Fyrst kölluðu þeir sig GTI, skammstöfun á Gabby T (Gab) og Ice Ski (Xcel). Þeir breyttu síðan nafninu í The Elements of Sound, svo í Atomic Legion. Sumarið 1991 breyttu þeir svo nafninu í Blackalicious.
Þegar þeir voru á byrjunarstigi átti Xcel eiginlega engan búnað. Hann átti aðeins Pioneer plötuspilara og Numark mixer. Þeir fóru alltaf heim til gaurs sem hét Wendell til að taka upp.
Svona gekk þetta þangað til Gab útskrifaðist árið 1989. Þá fyrst fékk Xcel sinn fyrsta sampler og four track.

Sumarið 1989 varð mikil breyting á samstarfinu. Gab flutti út frá bróður sínum og flutti inn til systur sinnar í Los Angeles. Þar sem það er ekkert alltof stutt á milli Sacramento og Los Angeles þá var erfitt fyrir þá að semja tónlist. Xcel hringdi alltaf í Gab og spilaði fyrir hann takta yfir símann og svo skrifaði Gab texta út frá því og hringdi svo aftur í Xcel og sagði honum textana. Þannig gekk þetta í rúmlega 1 og hálft ár. Þeir gerðu 15 lög á þennan hátt.
Ári síðar fór Xcel í háskóla og þeir ákváðu að það væri ekki hægt að gera þetta yfir símann lengur. Einn daginn hringdi Xcel í Gab og sagði honum að hann gæti reddað honum í sama skóla og hann væri í.

Xcel hafði hitt DJ Shadow, Lyrics Born, DJ Zen og Jazzbo í skólanum og þeir voru að tala um að búa til lítið útgáfufyrirtæki. Þeir ákváðu að kalla það SoleSides. X sendi Gab svo rútumiða og hann fór þangað.

Eftir hálfa önn í skólanum ákvað Gab að skóli væri ekki framtíðin hans heldur tónlist.
Í júlí 1991 ákváðu Gab og X að breyta nafninu í Blackalicious nafn “sem táknar góða tónlist”. Þeir byrjuðu strax að vinna í íbúðinni hans Xcel´s og skýrðu pleisið “The Hut”. Næstu ár fóru í mikla vinnu og fyrsta project SoleSide record kom út 1993.
Þeir voru búnir að taka upp yfir 20 lög og vildu sýna sitt besta svo þeir köttuðu fjöldan niður í 7 lög og gáfu út sinn fyrsta EP sem fékk nafnið “Melodica”. Þessi plata var tilfinningarík skemmtiferð í heim Chief Xcel og The Gift of Gab. Fyrsti síngúllinn af EP’num var “Swan Lake”. Bæði síngúllinn og EP´inn voru talin af mörgum sem underground klassík og seldust í 25.000 eintökum innanlands. Platan fékk gífurlega mikla athygli og sterkan stuðning frá mörgum útvarpsstöðvum útum allt land. Platan var á Gavin top10 hip-hop listanum í marga mánuði og fékk titilinn mest spilaða platan aðeins 2 vikum eftir að hún kom út.

Á svipuðum tíma byrjaði góðvinur þeirra DJ Shadow að gefa út hjá bresku útgáfufyrirtæki sem var kallað MoWax. Viðkoma hans hjá MoWax var góð fyrir Gab og X því síðar kynnti Shadow þá fyrir eigandanum, James Lavelle. Hann var svo hrifinn af Blackalicious að hann gaf þá út í Japan og Evrópu. Tengslin við MoWax urðu að góðum notum fyrir tvíeykið og stuttu eftir að þeir byrjuðu hjá þeim byrjuðu þeir að túra. Í byrjun sumars árið 1995 fóru þeir í sinn fyrsta Evrópu túr. Þeir fóru í 27 borgir í Englandi, Írlandi, Skotlandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Fjölmiðlar voru mjög sáttir við þá og þeir fengu lof frá þeim hægri vinstri. Þegar þeir fengu að túra svona sáu þeir loksins áhrifin sem tónlist þeirra hafði á heiminn. Gab sagði að það hefði verið merkilegt að sjá fólk sem talaði ekki ensku syngja með í “Swan Lake” orð fyrir orð.

Á árunum 1996-2000 þurfti Gab að glíma við áfengisvandamál, vandamál sem leiddi til þess að hann missti íbúðina sína og þurfti að sofa á sófa í 1 og hálft ár á meðan þeir voru að semja og taka upp sína fyrstu breiðskífu. Xcel var pirraður yfir að sjá Gab þurfa að ganga í gegnum þetta. Gab segir að þetta hafi verið erfiðustu tímar lífs síns.
Þetta kom sér samt vel fyrir textasmíðina á fyrstu breiðskífu þeirra “NIA” sem kom út í febrúar árið 2000. Á þessum tíma sem þeir voru að undirbúa plötuna tóku þeir upp yfir 45 lög, en aðeins 17 bestu voru svo sett á plötuna. Á plötunni komu fram auk Gab og Xcel, Lateef, Lyrics Born, Erinn Anova, Joyo Velarde og DJ Shadow. “NIA” þýðir tilgangur á Swahili og það orð endurspeglar tvíeykið.

Næst á dagskrá hjá félögunum var að gefa út aðra breiðskífu.
Sú fékk nafnið “Blazing Arrow” og kom út 30. apríl 2002.
Hún var gefin út af MCA útgáfufyrirtækinu.
Gil Scott-Heron var með þeim í laginu “First In Flight”.
Aðrir gestir á plötunni voru t.d. Chali 2na úr Jurassic 5 í laginu “4000 Miles”, Saul Williams í “Release” og meðlimir úr Dilated Peoples í “Passion”.
Ég ætla að segja að þetta er að mér finnst besta platan þeirra. Nýja er jú mjög góð en mér finnst hún ekki toppa þessa.

27. september í fyrra gáfu þeir svo út plötuna “The Craft” hjá ANTI útgáfufyrirtækinu.

Ætla einnig að bæta við þetta að þeir hafa einu sinni komið til Íslands.
Þeir spiluðu á Iceland Airwaves árið 2002. Það var þá sem ég heyrði fyrst eitthvað um þá, því miður sá ég þá ekki enn ég heyrði “Make You Feel That Way” fyrst þá og síðan þá hef ég alltaf verið að fylgjast með þeim.

Heimildir
http://www.hiphop.net.au/urban-xpressions/blackalicious-bio.html
http://en.wikipedia.org/wiki/Blackalicious

Sérstakar þakkir
Pac - Meistari, hjálpaði mér að þýða slatta.

Mynd
Til vinstri Chief Xcel og The Gift of Gab til hægri.