Hiphop plötsnúðarnir Hermigervill, Danni Deluxe, Dj Mezzo og Dj Paranoya gera allt vitlaust á efri hæð skemmtistaðarins Nasa við Austuröll föstudaginn 3. mars.

Danni Deluxe er með útvarpsþáttinn blautt malbik ásamt Dóra DNA og Dj Paranoya er þekktur fyrir að vera einn færasti hiphop plötusnúður íslands.
Hermigervill er að verða einn vinsælasti raftónlistarmaður Reykjavíkur en hann ætlar að spila hreinræktað hiphop á nasa þetta kvöldið. Dj Mezzo er einn af stofnendum hihop.is og er einn af hæfileikaríkustu hiphop pródúserum Íslands og ættu allir að þekkja lagið hanns ,skýjum ofar.
Ekki láta þig vanta á nasa 3.mars því á neðri hæðinni mun AJAX spila oldschool classics ásamt Marco Bailey og Exos.
Þórhallur og Sigurbjörn sem skipuðu Rave sveitina AJAX munu koma saman og bregða á leik þann 3.mars og gera allt vitlaust á Nasa ásamt Exos og aðalnúmeri kvöldsins, Marco Bailey sem er einn umfangsmesti techno plötusnúður dagsins í dag.
Kapparnir í AJAX ætla spila sín uppáhaldslög frá Icerave tímabilinu 1992 og rifja upp gammla hardcorið eins og það gerðist best.
Ásamt Ajax bræðrum mun sérstakur gestur, Aggi Agzilla, stíga á stokk en hann var einn af umsjónarmönnum B-hliðarinnar sem var á dagskrá á útvarpstöðinni útrás á þessum tíma.
Útvarpsþátturinn B - hliðin ól upp oldschool hardcore menninguna á þessum tíma og stóð fyrir mörgum Rave uppákomum, hélt uppi neðanjarðar plötubúð og fékk plötsnúða í þáttinn á borð við Magga lego, spasm og Goldie.

3.MARS Á NASA við austurvöll.

neðri hæð :

(TECHNO.IS)

MARCO BAILEY
AJAX + AGZILLA
DJ EXOS

efri hæð :

(HIPHOP.IS)

DJ HERMIGERVILL
DJ DANNI DELUXE
DJ PARANOYA
DJ MEZZO