The Mash out Posse eða M.O.P eins og flestir kalla hana stendur saman af þeim Billy Danzenie(Billy Dance) og Lil' Fame(Fizzy Womack).
Duo'ið magnaða kom fyrst saman árið 1992. Þeir eru báðir úr Brooklyn, NYC.
Fyrsti single'inn þeirra, How About some Hardcore fór í loftið 93' og þótti vera mjög vinsæll underground smellur og árið 94' fylgdi plata í kjölfarið, To the Death.
Fyrsta platan þeirra var mjög vel heppnuð að mínu mati. Fame sér um að produce'a hana og fengu þeir svo mikla sem enga hjálp frá stóru nöfnunum í bransanum við þessa plötu en hún kom þó að engu síður virkilega sterk inn. Hún þykir voða hrá og hörð ef svo má orða.
Hráleiki hennar og hörðu rímurnar sem þeir spitta í micinn gefa út mjög góða blöndu að mínu mati, þeir koma sterkir inn með gangsta rappið sitt. Þetta er náttúrulega ekki plata fyrir alla en þetta er akkurat rétta platan fyrir mig!
Lögin sem mér persónulega finnst vera bestu myndu vera: How about some Harcore?, Top of the Line, Guns N' Roses og F.A.G.(Fake Ass Gangstas).
Platan er mjög góð í heild sinni en þessi lög standa algjörlega upp úr að mínu mati.
M.O.P. héldu ótrauðir áfram eftir fyrstu plötuna. Þeir fengu viðurkenningu frá stóru nöfnunum í bransanum og þá helst einum af þeim stærstu producer'unum í NYC, DJ Premier.
Þegar Premier heyrði fyrstu plötuna þeirra bauð hann þeim þó nokkur tækifæri að spila og hita upp fyrir Gang Starr.
M.O.P. ætluðu aðeins að draga sig í hlé frá því að tour'a og koma sér aftur í studio'ið. Premier sá um að produce'a meiri hluta seinni plötu þeirra, Firing Squad.
Árið 96' kemur seinni plata þeirra félaga út, Firing Squad. Firing Squad platan er einnig algjört gull, hér erum við að tala um sama stíl aðeins með meiri metnað og betri töktum enda ekki hægt að eiga von á neinu öðru þegar Premier sér um að produce'a plötuna. Platan innihélt engann slagara jafn sterkann og How About some Hardcore? en er að engu síður virkilega góð.
Þeir héldu hráleika sínum og nú með betri takta að baki þá komu þeir með frábær lög svo sem: Born 2 Kill, World Famous og Downtown Swinga(96').
Nú voru M.O.P. búnir að algjörlega koma sér á fót í underground rapp heiminum. Þeir voru bókaðir út um allt þó svo að þetta voru ekki stærstu tónleikar sem þeir voru að spila á þá voru þetta engu að síður margir tónleikar sem þeir spiluðu á. Mörg stærstu nöfn NYC byrjuðu einnig að bóka þá til upphitunar, Wu-Tang Clan, Gang Starr, NaS og KRS-One.
Þriðja plata M.O.P., First Family 4 Life kom út 98'. Þeir fengu mikla hjálp við þessa plötu frá hinum ýmsu röppurum þá allra helst Bumpy Knuckles(Freddie Foxxx)(I Luv), Guru(Salute 98') og Jay-Z(4 Alarm Blaze).
Sjálfur hef ég ekki heyrt allann diskinn aðeins eitt og eitt lag og get ég sagt að þau lög fýla ég í botn.
Mér hefur verið að sagt að þetta sé besta plata þeirra en ég veit ekki hvort maður kaupi það þar sem To the Death hljómaði yndislega í mínum eyrum.
M.O.P. tóku höndum saman við Jay-Z og Damon Dash og signuðu sig á Roc-A-Fella records labelinn og aðdáendurnir tóku andköf. Var þetta umdeilt move hjá þeim félögum þar sem margir vildu meina að Jay-Z myndi aðeins eyðileggja hráa stíl hljómsveitarinnar og aðdáendurnir töldu að þetta yrði fyrsta skrefið í átt að sell-out.
Það endaði með að ekkert gerðist á þessum label og hurfu M.O.P. brátt frá honum.
Árið 2000 var gott ár fyrir M.O.P., fjórða platan þeirra Warriorz kom út. Þó þetta sé kannski ekki besta platan þeirra þá myndi ég flokka þetta sem skemmtilegustu plötuna þeirra. Þessi plata fékk mikla MTv spilun og um nokkra stund virtist sem þeir voru að brjótast inní mainstream rappið. Lögin Ante Up og Cold As Ice komu sterkust inn og fengu mikla útvarps sem og sjónvarpsspilun.
Á fjórðu plötunni sinni halda þeir ennþá sama hráleika og þögglegu rímum.
Premier stendur ennþá með sínum mönnum og situr ennþá í producer sætinu.
Diskurinn inniheldur 19 lög en ég myndi samt harla segja að 19 lög séu þess virði að hlusta á. Persónulega finnst mér aðeins helmingur disksins vel hlustanlegur en sá helmingur kemur virkilega sterkur inn.
Lögin sem standa algjörlega upp úr myndu vera: Cold as Ice, Ante Up, Face off 2K1, On the Front Line, Calm Down og Background Niggaz.
M.O.P. hurfu aftur í fjölda hinna margra underground rappara þó þeir héldu alltaf sínu orðspori í neðanjarðar heimum rapps. En síðan gerðist það, 50 Cent ákvað að bjóða í sína G-Unit familiu á G-Unit Records(Interscope, Aftermath, Shady).
Þeir hafa ekki enn gefið út disk á því plötu fyrirtæki en hafa þó síðan unnið mikið með mun stærri nöfnum en þeir voru vanir.
Í millitíðinni gáfu þeir út einn disk en á Koch sem hét St. Marxmen. Ég get í rauninni ekki sagt neitt meira um þennan disk nema það að hann kom út í ár, ég hef ekki heyrt neitt af honum né séð hann í búðarhillunum.
Þeir hafa lofað disk á næsta ári og 50 hefur lofað því að þessi diskur verði gull, hann vill hjálpa M.O.P. að brjótast inní mainstream rappið og gera heilann disk í anda lagsins Ante Up.
En þá er það spurningin, er það breyting til hins betra eða verra?
Þessir menn hafa alltaf haldið sínum hráa stíl og haldið aðdáendum sínum ánægðum með því að taka það fram "We're the ni**az money won't change!"
Geta þeir haldið stílnum sínum og ekki látið peninga breyta sér? Spurning, við verðum bara að bíða og sjá, ættum ekki að þurfa bíða mikið lengur.