Aesop Rock Aesop Rock er gaurinn í dag. Meðlimur af Definitive Jux teyminu, sem eru að margra manna mati bjartvættar hiphops samtíðarinnar og klassík framtíðarinnar. Stíll Aesops er eins frábrugðin öðru og hægt er, skrefi á undan flestum. “Street poet”, no doubt.

Áður en Ase gekk til liðs við Definitive Jux, hafði hann fengið nokkuð respect meðal underground hausa. Í lok tíunda áratugsins gaf hann sjálfur úr Appleseed og Music for Earthworm, plötur sem er ekkert auðvelt að nálgast í dag. En með þessum plötum fékk hann fyrirtækin til að taka eftir sér og árið 1999 fékk hann samning hjá Mush. Þar gaf hann út plötuna Float og ávann sé marga aðdáendur og virðingu gagnrýnenda. Gagnrýnendur vildu kalla hann Street poet, sem eru orð sem segja satt.

How To Be A Carpenter ; I used to have have a rope ladder, but tattered where the rungs/
I strung it from the highest willow, trying to hug the sun/
The 7th level bucklet and I tumbled from the summit/
Now I´m back to re-climb and this time light me cigarette from it/


Það að vera tekinn inn í Definitive Jux virðist vera erfitt, hver og einn rappari þarf að hafa ofurhæfileika. En eftir að Float kom út fékk El-P(höfuð Def Jux familíunnar) Aesop til sín. Á stuttum tíma hafði Aesop Rock náð að klára sína fyrstu plötu hjá nýju fyrirtæki, Labor Days(2001). Sú plata inniheldur stærsta slagara Aesops, lagið Daylight. Að mínu mati eitt besta lag hiphop sögunnar. Það er ekki hægt að deila um visku línna sem þessa :

Daylight ; Life's not a bitch life is a beautiful woman/
Your only call her a bitch because she won't let you get that pussy/
Maybe she didn't feel y'all shared any similar interests/
Or maybe you're just an asshole who couldn't sweet talk the princess/


Labor Days fékk frábæra dóma hjá gagnrýnendum, þannig að hann ákvað að gefa út Ep ári eftir í sama stíl og Labor Days. Sjö laga plata sem fékk nafið Daylight Ep. Þar setti hann Daylight lagið á nýja plötu sem lag númer eitt og lag númer tvö var lagið Nightlight. Nightlight er er þegar Daylight hittir kvöldið. Takturinn og textinn í Daylight er fallegur. Nightlight inniheldur nánast sama texta með jafnmörgum atkvæðum, bara búið að breyta nokkrum orðum og takti sem gerir lagið dimmt og harðara. Mjög skemmtilegt að hlusta á þessi tvö lög í röð og heyra þetta sjálfur.

Nightlight ; Life´s not a bitch life is a BIATCH/
Who keeps the villagers circling the marketplace outsearching for the G-spot/
Maybe she didn´t feel ya´ll shared any similar interests/
Or maybe you´re just an asshole. Maybe I´m just an asshole/


Nú var kominn tími fyrir Aesop Rock að halda áfram að sanna sig. Nafnið er Bazooka Tooth sem kom út árið 2003. Með þeirri útgáfu tapaði hann líklegast einhverjum aðdáendum og ávann sér nýja. Hann kom með nýjan fíling í tónlist sína, gengur kannski of langt í tilraunastarfseminni fyrir marga. Aesop orðinn mun kaldhæðnari en áður og taktarnir sem voru smíðaðir að mestu leyti af El-P, brjálaðir og tilraunakenndir. Mitt persónulega álit á plötunni er í fínu lagi, mjög góð plata. Lög eins og 11:35(feat. Mr.Lif), Babies With Guns, Freeze og Kill The Messenger eru ein af flottustu lögum Aesops Rock.

Babies With Guns ; Now a-days, even the babies got guns
Diaper snipers having clock-tower fun
Misplace the bottle, might catch a bad one
Have a mid-life crisis when you're ten years young


Verse 2: If this Jesus piece around your neck is bigger than your pistol
It makes homicide okie-dokie and your god will forgive you
Just show the saints at Heaven's gate you should be on the list
“I heard he overlooks manslaughter for a tattooed crucifix”


Þá er komið að nýjustu plötu snillingsins. Sú plata kom út vorið 2005 og ber nafnið Fast Cars, Danger, Fire&Knives. Eins og Daylight Ep, þá er Fast Cars, Danger, Fire&Knives sjö laga Ep. Hann heldur áfram á braut Bazooka Tooth, en má sjá mikla kaldhæðni í textunum hans. Með 20,000 fyrstu plötunum var gefinn út flott bók sem inniheldur alla texta Aseops, ásamt teikningum og ég var svo heppinn að fá eintak. Bókin sjálft er góð ástæða til þess að versla sér plötuna en platan stærri. Þétt og góð plata sem enginn má missa af.

Holy Smokes ; Christmas morning smelled fresher than angel pussy/
But Immaculate Conseption came second to playful goodies/


Eins og þið sjáið á þessum útvöldu línum af eftirtöldum plötum, þá líkist Aesop Rock engum í sinni textagerð. Honum tekst að útskýra það sem hann vill segja með því að setja saman orð sem engum dytti í hug að koma nálægt hvoru öðru. Líka kannski best að taka það fram að á fyrstu tveim plötum Aesop´s próduseraði Blockhead mest af efninu hans en annars hefur Aesop sjálfur ásamt El-P verið mikið í þeim pakka. Ase Rock er gaur sem allir þurfa að tékka á sem hafa áhuga á hiphopi.

(Getur vel verið að ég komi með aðra grein um kappann, þar sem ég skrifa kannski meira um manninn sjálfan en plöturnar hans.)


“Listening to Aesop Rock is like taking your brain on a futuristic urban hell-ride through pop culture.” - Boston Herald

Heimildir : Erfitt að segja til um. Mest allt byggt á skoðunum og minni. Ég held að einu heimildirnar sem ég get gefið er www.definitivejux.com .