Nei þetta átti svo sannarlega ekki að koma inn sem grein, þessir takar eru bara næstum hlið við hlið. Damn.
En þeir eru nú bara flokkaðir niður í rappara og R&B eftir tónlistinni sem þeir spila, og svo koma undir flokkar rapps.
East-Coast - Rapp frá Austur Ströndinni
West-Coast - Rapp frá Vestur Ströndinni
Dirty South - Skítuga rappið frá Suðrinu
Southern Rap - Rapp frá Suðrinu
Pop-Rap - Popp Rapp þarf að segja meir?
Conscious Rap - Svona “meðvitað rapp” get ekki lýst því
Poetic Rap - Ljóðrænt rapp
Rap-Rock - Rapp rokk þarf að segja meir?
Rap-Metal - Rapp metall þarf að segja meir?
G-Funk - Rapp stefna nær dauð, búin til úr gamla P-Funkinu af Dr. Dre. Var svona fönkí sveiflu rapp
Gangsta Rap - Thug, Nigga, Hoe, Bitch ass nigga, puffin' on some chronic while fuckin' up my homie
Political Rap - Pólitískt rapp þarf að segja meir?
Dirty Rap - Rapp með skítugum textum
Christian Rap - Kristið rapp þarf að segja meir?
Underground Rap - Flottasta rappið í mörgum tilfellum en hefur ekki komist í næga spilun
Party Rap - Partí rapp þarf að segja meir?
Latin Rap - Spænskt rapp þarf að segja meir?
Comedy Rap - Grín rapp þarf að segja meir?
Hardcore Rap - Rapp með blótum og svoleiðis, myndi flokka það undir venjulegt rapp í dag
Old School Rap - Gamla góða rappið
New School Rap - Nýja og umdeilanlega góða rappið
And on and on…
Þú ættir nú að geta greint flesta af þessum stílum, meina þú hlýtur að fatta þegar rappari er að gera partí lag, popp lag eða spænskt lag.
Stílarnir sem flækjast fyrir mörgum eru eiginlega West-Coast og East-Coast rapparar, fólk virðist oft ekki geta greint þá.
Taktarnir eru oftast mun hrárri á East-Coast en West og að mínu mati virðist vera meira lagt í textasmíðina en taktana þó svo að mér finnist þeir persónulega betri og fýla East-Coast rapp almennt betur.
West-Coast hins vegar eru meira líflegir og fjalla oftar um dóp og hórur að mínu mati þó svo að þau umræðuefni eru báðu megin.
Rappið byrjaði í úthverfum New York borgar, Bronx nánar tiltekið. Frumkvöðlar hip-hop's/rapps voru: Grandmaster Flash and the Furious Five, Afrika Baambaata, Kool Moe Dee og fleiri. En þeir sem gerðu rapp fyrstir vinsælt voru: Run DMC, LL Cool J og The Sugarhill Gang.
Bestu takta East-Coast rapps er að finna hjá Primo(DJ Premier), Pete Rock, Alchemist og RZA. Á meðan færustu MC'arnir væru: KRS-One(BDP), Chuck D.(Public Enemy), Kool Moe Dee, Guru(Gang Starr),GZA(Wu-Tang Clan), NaS, Biggie(Notorious B.I.G.) og mun fleiri(ekki tæmandi listi).
West-Coast tók fljótt upp rappið frá frændum sínum úr New York en þó ekki sama stíl, L.A. kom sterk inn með Gangsta og party rappið á níunda áratugnum. Frumkvöðlarnir frá L.A. voru náttúrulega ein frægasta sveit allra tíma, N.W.A. Svo voru aðrar hljómsveitir og tónlistarmenn sem voru mikið í skugga hennar svo sem: Compton's Most Wanted og South Central Cartel.
Helstu taktsmiðirnir frá Vestrinu eru: Dr. Dre án alls efa, Daz Dillinger(Dat Nigga Daz/Diggidy Daz) og DJ Quik.
Á meðan helstu rappana þekkja allir, þeir eru svo sem: 2Pac, Snoop Dogg, Ice Cube, Dr. Dre, Xzibit og Class B(Forgotten Lores).
Æi ég veit ekki hvort þetta hjálpaði þér eitthvað. En já munurinn á East og West er oftast soundið sjálft, þegar þú hefur heyrt nógu mikið frá báðum þá ættirðu oftast að geta greint þetta.
East-Coast rapp kemur í flestum tilfellum frá NYC eða nálægt á meðan West-Coast rapp frá L.A. eða nær þaðan.
“It's not where you live, it's where you at.”