Too Poetic a.k.a The Grym Reaper, R.I.P.
Já því miður er þetta satt. Anthony Berkely betur þekktur sem Too Poetic eða The Grym Reaper lést á sunnudaginn 15. júlí. Poetic dó úr magakrabbameini á Cedar Sinai sjúkrahúsinu í California. Hann hafði nýlokið við nýju Gravediggaz plötuna, Nightmare In A-Minor, með Frukwan, þó svo að fyrrverandi Gravediggaz, RZA og Prince Paul hefðu ekki komið nálægt þessari LP. Poetic mun líka heyrast í lagi á væntanlegu Last Emperor plötunni sem kemur út hjá Rawkus. Má hann hvíla í friði.