Cannibal Ox Eftir að ég þýddi greinina um Cage þá lærði ég helling sem ég vissi ekki um hann og þar sem ég hef verið að hlusta mest á Cannibal Ox síðustu vikur þá ákvað ég að þýða grein af http://www.definitivejux.net um þá og afla mér smá fróðleik.

Afsakið ef þetta inniheldur einhverjar málfræði, stafsetningavillur. Einnig ef þetta er vitlaust á einhvern hátt.

CAN*NI*BAL (nafnorð): Sá sem étur sitt eigið kyn. (Maður sem étur mann)

OX (nafnorð): Slangurorð sem er notað til að lýsa beittu blaði Cannibal Ox, tveir MC-ar sem gleypa í sig sitt eigið kyn með orðum sem eru jafn beitt og hnífsblöð.

Cannibal Ox samanstendur af tveim gaurum frá Harlem, NY sem heita Vordul Megilah og Vast Aire. Þeir hafa gefið út eina plötu sem heitir “The Cold Vein”.

Cannibal Ox hafa fengið tilfinningarík svör frá blaðamönnum sem segja að þeirra hip hop sé ‘underground’, byggt á raunveruleika og textalega fagmannlegt á sama tíma. Þeir segja líka að þeir komi hip hop-inu til skila með einlægni, gáfum og hæfni sem ekki hefur heyrst áður.

“The Cold Vein” er strax farin að kalla fram svör sem leggja saman hæfileika og áhrif á sama hátt og þegar að Wu-Tang, De La, Soul, Company Flow, Ice Cube o.fl voru að byrja.

El-P úr Company Flow útvegaði fjölbreyttu safni af töktum sem voru notaðir í lögin “Pain Kill”, “Pidgeon” og “Vein”. Taktarnir koma með hetjulegt og framtíðarlegt frumefni í þessi lög sem veldur því að þetta er ein áhugaverðasta lagasmíði okkar tíma og ítrekar afhverju hann er frægur fyrir að vera einn frumlegasti og mest skapandi producer okkar tíma.

Þrátt fyrir þessa byrjun með frumraun þeirra “The Cold Vein” eru Cannibal Ox ekki byrjendur í hip hop heiminum. Þeir komust fyrst í sviðsljósið þegar það var talað um þá stanslaust á hip hop vefsíðum og í hip hop tímaritum án þess að þeir hefðu nokkuð gefið út. Nokkrir diskar sem höfðu verið í dreifingu birtust á töflu hjá CMJ. Þar voru þeir á lista með ‘respectaða crewinu’ sínu “Atoms Family” sem hafði verið að láta í sér heyra á NYC underground hip hop sviðinu síðan 1995. Á árunum 1995-1997 höfðu þeir komið fram á öllum helstu hip hop hátíðum í NY. Árið 1998 var svo fyrsta árið sem þeir fóru út fyrir borgarmörk New York og þá fóru þeir til Evrópu með Company Flow, Mr. Lif og BMS á “Little Johnny Tour”. Þegar þeir komu aftur til Bandaríkjanna frá Evrópu sýndu þeir engin merki þess að þeir væru farnir að minnka showin og þeir héldu áfram með tónleika í Chicago, Boston, New York og öðrum borgum í Bandaríkjunum.

Frumraun þeirra á plötu kom árið 1999 á samantekt CP Records sem bar nafnið “Persecution of Hip Hop” þar sem Vast Aire flutti lagið “Adversity Strikes” sem margir hafa skilgreint sem klassísk og það hefur heyrst á mörgum mix-teipum síðustu ár. Vast Aire hefur einnig komið fram sem gestur á öðrum útgáfum síðustu ár, þar á meðal á “Float” með Aesop Rock.

Á A-hlið “Iron Galaxy” með Company Flow/Cannibal Ox ertu tekinn í sjónræna ferð í gegnum lífið í New York þar sem Vast fer með snjalla orðaleiki með rímum eins og “you were a stillborn baby, mother didn't want you but you were still born” og Vordul sér til þess að hlustendur lifi sig svo mikið inn í þetta að eftir eina hlustun líður þér eins og þú hafir sjálfur upplifað að fara til borgarinnar.

Árið 2001 gáfu svo Cannibal Ox og El P út plötuna “The Cold Vein” sem er innsýn í líf tveggja ungra drengja úr Harlem.

Ég er búinn að vera að hlusta mikið á þessa plötu síðustu vikur og mér finnst hún hreint út sagt frábær. Lög sem standa uppúr eru klárlega “The F Word” og “Pidgeons”. En já ég vona að þið hafið lært eitthvað að þessari grein, allavega lærði ég slatta á að þýða þetta.

Ég mæli eindregið með því ef fólk hefur ekki tékkað á þeim að endilega hlusta á þá!

Heimildir:
http://www.definitivejux.net/jukies/cannibal_ox/