Hérna ætla ég að skrifa stutta sögu um old school hljómsveitina A tribe called quest(ATCQ)

Þeir gáfu út sinn fyrsta disk árið 1989 People's Instinctive Travels and the Paths of Rhythm eftir að hljómsveitin hafði verið í ár og innihélt mörg mjög góð lög sem dæmi má nefna bonita applebum, can i kick it eða i left my vallet in el sigundo svo fá séu nefnd.

Með fyrstu rapphljómsveitunum held ég(stofnuð 1988) og maður tekur eftir því að þetta er ekki líkt og þetta venjulega rapp myndi ég segja uppá að þeir segja ekki niðrandi orð um blökkumenn (ekki mikið um orðið nigga sem er farið að verða nokkuð þreytt að mínu mati)og hórur og þannig ójafnrétti ef svo má segja. Tríóið skipa mennirnir: Q-tip, Phife og DJ Ali Shaheed Muhammad en sá seinasti var bara dj og rappaði ekki.


seinna kom önnur platan þeirra út með nafnið The Low End Theory og sló út allar tilvæntingar með lögum eins og scenario og check the rhime. Þarna var byrjað meira að blanda jazzinu inn í rappið og þessi plata á að vera sögð með einu mesta snilldar jazz/hip-hop blanda nokkru sinni tekin upp.


1993 gefa þeir út 3 plötuna sína og bar hún nafnið Midnight Marauders og taka þeir túr þarna eftir(Lollapalooza Tour) og gera góða hluti en ég veit ekki hvort þeir hafi túrað eftir hinar plöturnar. Sem dæmi um lög af disknum má nefna Sucka Nigga,Midnight eða Steve biko

1996 gefa þeir út 4 plötuna sína sem er tileinkuð “götunum” hip hopi og öllu underground dæminu. af þeirri plötu eru t.d. lögin jam,phony rappers eða the hop en þessi plata var víst ekki eins góð og hinar.

5 platan kemur út árið 1998 og heitir The Love Movement og er auðruvísi en hinar plöturnar en ekkert verri. En sem dæmi um lög af þessari plötu eru það Start it up eða da booty

6 platan kemur út árið 1999 og er þetta best of plata og inniheldur öll vinsælustu og bestu lögin
og allir alvöru hip hop fans ættu að eiga þessa plötu hvort sem það sé inná tölvunni eða á geisladisk

ATCQ er hljómsveit sem byrjaði árið 1988 eins og ég sagði áðan og var mikið með De la soul, Jungle brothers og Busta rhimes,Redman og þeirra crewum. Annars er ekkert sérstakt sem ég vil bæta við nema að þetta er geðveik hljómsveit og ef þið hafið ekkert heyrt með henni svo þið vitið þá mæli ég með því að þið reddið ykkur einhverju eftir þá og hlusta á og munið líklegast heillast af þessu en endilega líka leiðréttið mig ef þið sjáið einhverjar villur.

Danke sjön :D