Það er mér sönn ánægja að segja frá því að eftir mikið vesen er NBC diskurinn loks að koma út. Diskurinn ber heitið Drama og er það vísun í bæði það brölt sem einkennir líf okkar allra og þá erfiðleika sem einkenndu útgáfu þessarar geislaplötu. NBC samanstendur af röppurunum Dóra DNA og Stjániheitirmisskilinn en þeir hafa áður verið í hljómsveitunum Bæjarins Bestu og Afkvæmi Guðanna.
Um taktsmíðar sér aðallega Guli Drekinn sem einnig hefur verið þekktur undir nöfnunum Illa P og Palli PTH. Gísli Galdur, Skurður og Blazematic hafa einnig hönd í bagga sem og Kjarri Kamalflos og Blazroca sem fíra mækinn í sitthvoru laginu.
Platan er einu orði sagt tussufeit og það er óskandi að þið kaupið hana.
Á plötunni eru 11 lög og fæst hún í öllum sjálfstæðu verslunum og jafnvel þeim stóru líka. Diskurinn kemur í verslanir föstudaginn 28.Október. Verð er 1500 krónur, sem er minna enn hass svo flexið gripinn.
Ykkar einlægur
Dóri DNA