Einn maður lést og aðrir þrír slösuðust illa í skotárás sem átti sér stað í kjölfar tónleika hljómsveitarinnar Wu Tang Clan á næturklúbbi í Los Angeles um helgina.

Atburðurinn átti sér stað fyrir utan Century-klúbbinn þegar rúta með tónleikagestum varð fyrir skotárás frá bíl sem kom úr gagnstæðri átt.

Að sögn Daniels Fizgeralds, eiganda Century-klúbbsins, mun staðurinn ekki standa fyrir fleiri rapp-tónleikum í framtíðinni. Lögreglan í Los Angeles vildi ekki tjá sig um hvort um klíku- bardaga væri að ræða en segir að ekki sé búið að hafa hendur í hári árásarmannanna.