Kennarinn, KRS-One Jæja komum þessu aðeins áfram og reynum að fá smá umræðu hingað. Ég ætla að skrifa um einn færasta MC sem hefur tekið upp micinn, KRS-One.

KRS-One, oft kallaður The Teacher eða Blastmaster ólst upp í Bronx. KRS heitir alvöru nafni Kris Parker og fæddist í Brooklyn en dvaldi þar þó ekki lengi. Aðeins 13 ára að aldri hætti hann í skóla og var rekinn útaf heimili sínu og tók hann þá uppá því að flakka um New York borg.
Hann stoppaði í Bronx og bjó að mestu leyti á götunni og í heimilislausra athvörfum. Það var einmitt í einu svoleiðis sem hann kynntist Scott Sterling eða eins og hann er betur þekktur, Scott La Rock.

Þeir deildu áhuga á hip hopi og hafði KRS aðeins fiktað við texta smíði á meðan Scott var sjálfur að prófa að produce'a. Þeir ákváðu að stofna hljómsveitina Boogie Down Productions eða BDP. Var þá erfitt að make'a það sem rapparar og reyndu þeir eftir mestu megni að koma sér á framfæri sem virtist alls ekki ætla nást.
Það var ekki fyrr en The Juice Crew gáfu út lagið The Bridge sem BDP fengu sitt tækifæri. KRS misskildi lagið og fannst eins og Shan og Marl væru að rippa Bronx og reyna stela Hip Hopinu frá þeim þar sem eins og flestir vita þá var það í Bronx sem Hip Hopið byrjaði.

Scott og KRS fóru í stúdíóið og tóku upp lagið South Bronx sem að enn í dag þykir eitt öflugasta hip hop lag sem hefur verið gert. Þeir komu laginu í hendurnar á þá frægum DJ í Bronx hverfinu, DJ Red Alert. Þegar lagið fór í gang var það ekki stoppað! Þetta lag sprengdi allt og var þetta aðeins byrjunin. Nú þar sem þeir voru komnir af stað fóru þeir aftur í stúdíóið og gerðu lagið The Bridge is Over sem var diss lag á Marley Marl og MC Shan fyrir lagið þeirra The Bridge.

Þetta lag kom af stað alls herjar erjum milli Juice Crew/Queensbridge og BDP/Bronx. MC Shan og Marl svöruðu The Bridge is Over með laginu Kill that Noise og fannst KRS það bara vera disrespect í gegn og skoraði á Shan í battl. Það er deilt um hvor þeirra vann battlið en það var eftir þessar erjur sem KRS fékk orðsporið sem “fierce battlerer”.

BDP gáfu svo út fyrsta single'inn sinn árið 1986, Crack Attack en það leið heilt ár eftir að plata þeirra kom út, Criminally Minded. Var þessi plata mikið spiluð á götunni og þótti vera algjört gull.

Stuttu eftir útgáfu Criminally Minded var Scott skotinn til bana við að reyna stoppa ágreining í partíi í Bronx.
Dauði hans fór alveg með KRS sem var alveg brotinn niður vegna dauða vinar síns. Samt stöðvaði dauði Scott's ekki BDP heldur tók KRS bara hans í stað annan vin sinn í producer sætið, D-Nice. 1988 kom út önnur plata BDP, By all Means Necessary. Áhrif dauða Scott's voru greinileg á plötunni, stíll KRS breyttist heil mikið. Hann þroskaðist og hætti að tala um glæpastarfsemi og ýta undir hana og fór út í það að tala um galla svörtu kynslóðarinnar.

Hann tók upp það að kalla sig The Teacher og reyndi að breyta hlutum í svarta samfélaginu. Hann fór að halda fyrirlestra og hóf að mennta sig aftur. Svo gerðist það á sameiginlegum tónleikum Public Enemy og BDP að ungur áhorfandi var drepinn og tók KRS það nærri sér og stofnaði The Stop Movement hreyfinguna og skipulagði það að koma mörgum helstu Hip Hop stjörnunum saman til að gera lagið Self-Destruction, þénaði sá single um hálfa milljón dollara sem þeir svo gáfu til National Urban League stofnaninnar.

BDP voru ekki enn hættir þá, 1989 kom svo út þriðja plata þeirra þar sem þeir bættu við nýjum meðlimum, Scottie Morris, Ms. Melodie og Harmony. Þessi plata var pólítísk alveg í gegn og þótti hafa mjög gáfaðan anda yfir sér en hljóð hennar þótti vera orðið dálítið þreytt.

1991 kom Live Hardcore Worldwide. Ein fyrsta Live hip hop platan og þótti mjög vel heppnuð.

Svo kom það 1992 þegar harða ímynd BDP's fór að hníga niður slóu þeir í gegn með plötunni Sex & Violence. Hörð street plata alveg í gegn sem kom öllum í opna skjöldu en var þó vel tekið á móti henni. Þetta var seinasta plata BDP þó svo að þeir hafi oft unnið saman eftir þetta þá aldrei aftur undir nafninu BDP.

Það gerðist líka 1992 að KRS fór mikið í slúður blöðin. Popp rapp sveitin P.M. Down gerðist svo djörf og skaut að KRS og gerði grín af honum. KRS lét þetta ekki líða og réðst uppá svið hjá P.M. Dawm og á að hafa sparka aðal manni Dawn, Prince Be niður af sviði og í salinn. Þótti þessi hegðun alveg afleidd fyrir stofnada The Stop Movement og afsakaði hann sig seinna meir opinberlega og lofaði að þessi hegðun kæmi ekki fyrir aftur og hefur hann staðið við það.

En svo kom það að KRS snéri sér að solo ferli sínum, 1993 kom út fyrsta solo platan hans, Return of the Boom Bab. Sló hún líka öllum alveg við, KRS hætti að kenna og prédika og tók aftur upp gamla hardcore stílinn sinn aftur. Á plötunni kom lagið Sound of da Police sem þótti og þykir vera eitt besta lag KRS, þar skýtur hann á lögregluna alveg í gegn og er ekkert að fela skoðanir sínar fyrir henni.
Eins og platan innhélt flott lög þá þótti hún aldrei neitt sérstök.

KRS tók sér smá frí eftir útgáfu Return of The Boom Bab og fór aftur að kenna og halda fyrirlestra. En árið 1995 snéri hann aftur í fullum styrkleika og gaf út plötuna KRS-ONE. 10 ár síðan hann hóf að rappa og enn í fullum styrk, þetta þótti aðdáunarvert. Platan var algjört gull og þykir það enn í dag, KRS sló sér upp með mörgum þá-nýjum hip hopurum svo sem DJ Premier sem produce'aði aðal lag plötunnar, MC's act like they Don't Know. Svo fékk hann meðal annarra Fat Joe, Mad Lion og Das EFX til að hjálpa sér.
Ein besta hip hop plata sem hefur komið út og mæli ég eindregið með henni!

Hann beið ekki lengi með að gefa út næstu plötu, I got Next.
Hún kom út árið 1997 og þótt einnig mjög góð. Enn og aftur fékk hann marga fræga hip hopara til að hjálpa sér við gerð plötunnar. Þá allra helstu Redman(Heartbeat) og DJ Muggs(Can't Stop, Won't Stop). Aðal lag plötunnar The MC þótti mjög áhrifaríkt og flott lag en fór það samt aldrei í mikla útvarpspilun, þó seldist platan mjög vel.

Svo kom það að KRS ákvað að taka sér smá frí frá rappi, þó ekki alveg þar sem hann hélt áfram að feature'a hjá öðrum. Enn og aftur snéri hann sér að menntun, sinni eigin og annarra. Hann fór alveg úr sviðsljósinu og fékk svo mikla sem enga umfjöllunn á þessum tíma og virtist gleymdur.

Það var ekki fyrr enn árið 2001 að hann snéri aftur en þó ekki í fullum styrk. The Sneak Attack þótti vera mjög góð plata bara langt frá bestu verkum kennarans. KRS gekk svo langt að kalla sig guð Hip Hop's og þurfti að snúa aftur til að endurheimta stöðu sína í rapp heiminum. Platan var skot aftur í fortíðina og minnti á gamla harða efnið.

KRS beið sko ekki lengi með næstu plötu enn það var platan Spiritually Minded. Umdeild plata, í augum sumra gull, annarra rusl. Í mínum augun á þessi plata sín up's and down's. Hún á sín góðu lög og hún á sín hræðilegu lög. Enn þessi plata var greinilega merki um það að KRS var greinilega búinn að þroskast mikið og gaf smá innsýn í hans hugmynd að Hip Hop menningu og sýndi hvernig hann áleit hana.

Árið 2002 var KRS mikið í blöðunum vegna erja milli hans og Nelly's. Nelly gaf út lagið #1 og skaut þar nokkrum bars sem KRS tók sem skoti á sig og þótti titill lagsins líka minna á gamla single'inn hans KRS, Still #1. KRS skaut þá á móti í átt að Nelly í laginu Clear'em Out og þá var stríðið hafið opinberlega.
Skutu þeir mikið á hvorn annan í blöðunum og viðtölum og leið ekki á löngu þar til Nelly svaraði fyrir sig með fullum hálsi í laginu Rock on the Mic(remix).
Þetta var einmitt það sem KRS þurfti til að sýna fram á það sem hann er, an battle MC.
Á plötunni KRS-One the Mixtape kom lagið The Real Hip Hop is ove Here. Þetta lag er að mínu mati eitt af bestu diss lögum þar sem hann algjörlega rífur Nelly í sig og sýnir honum að vera ekki að stíga upp gegn hans líkum.

"Yo Nelly, you ain't for real and you ain't universal/
Your whole style sounds like an N'Sync commercial
"

Þó svo að þetta beef sé alveg úr umfjöllun núna þá er það alls ekki búið og neita báðir aðilar að semja frið. KRS bauð honum það og Nelly neitaði, hann gaf honum sjéns og hann fær ekki annan.

KRS hélt og heldur þó ennþá að gefa frá sér efni þó svo að ekkert þeirra fari mikið í útvarp eða sjónvarp. Hann hefur gefið frá sér plöturnar D.I.G.I.T.A.L.(2003) og Keep Right(2004).

KRS-One þykir mjög hrokafullur og er mjög mikil know-it-all týpa enn það er ekki hægt að lýta fram hjá því að maðurinn er bráð gáfaður og er það alveg ótrúlegt hvað það rættist vel úr þessum afbrota ungling. Hann er mjög virtur innan Hip Hops og þykir einn helsti karakter þess og má hann alls ekki falla í gleymsku.

Smá auka:

-KRS-ONE breytti nafni sínu í acronym og stendur KRS-ONE fyrir Knowledge Reigns Supreme Over Nearly Everybody
-Nafnið KRS-One kom frá þeim dögum sem hann var að graffa þar sem hann gekk undir nafninu Kris-1
-KRS-One fordæmdi ekki 9/11 hryðjuverka árásirnar né blessaði
-KRS-One hefur unnið með öllum helstu röppurum og producer'um innan hip hop's.