Tribe reunion ?
A Tribe Called Quest virðast vera að sameinast í lagi á nýju plötu Phife. Phife er búinn að vera að vinna að þessari plötu upp á síðkastið og ber hún nafnið “In The Keys Of Phife”. Nú hefur DJ'inn hans, DJ Rasta Root sagt að Q-Tip og Ali Shaheed Muhammed munu vera í einu lagi á disknum svo það verður gaman að heyra það. Annars er In The Keys Of Phife pródúseruð af DJ Rasta Root, Jay Dee, Hi-Tek, D-Wayne Wiggins (fyrrum meðlimur Toni Toni Tone) og Mr. Walt (úr Da Beatminerz).