Dansveisla á broadway 17 sept ásamt Adam Beyer, techno.is , breakbeat.is og hiphop.is
DANSVEISLA Á BROADWAY!
Nú er risadansveisla að hellast yfir okkur. Techno.is, Breakbeat.is og Hiphop.is munu taka höndum saman á skemmtistaðnum Broadway laugardaginn 17. september næstkomandi. Þrjú svið, þrjár stefnur og fullt af plötsnúðum.
Á stóra sviðinu, aðalsalnum koma fram Exos, Tómas THX, Jonfri og Óli Ofur í boði techno.is ásamt einum fremsta techno plötusnúð heimsins undanfarin 10 ár, en það er enginn annar en ADAM BEYER (mynd).
Breakbeat.is munu sjá um svellkalda drum'n'bass stemmningu í Norðursalnum eins og þeim er einum lagið með Gunna Ewok, Dj Lella og Dj Kalla sem hafa verið fastaplötusnúðar breakbeat.is í lengri tíma.
Hiphop.is sjá um Austursalinn með uppákomu frá Bent & 7berg sem ríða á vaðið með DJ Paranoya, Danni Deluxe
DJ Mezzo og fleiri góðum gestum.
ADAM BEYER Á BROADWAY ÁSAMT TECHNO.IS, BREAKBEAT.IS & HIPHOP.IS,
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER
miðaverð 1000 í forsölu en 1500 við hurð.
Techno.is, Breakbeat.is, Hiphop.is & Broadway kynna:
Aðalsvið - Techno.is
ADAM BEYER
Exos
Tómas THX
Jonfri
Óli Ofur
Norðursalur - Breakbeat.is
Kalli
Lelli
Gunni Ewok
Austursalur - Hiphop.is
Bent & 7berg
DJ Paranoya
Danni Deluxe
DJ Mezzo + gestir
Á Broadway laugardaginn 17. september 2005