Hermigervill er hiphop-raftónlistarmaður en í raun ekki svo auðflokkanlegur. Hiphop hausar eru þó sammála um að þar fari há-klassa pródúser þegar hann er í þeim gírnum. Það er mikið framundan hjá kappanum:
SLEEPWORK : 16. september kemur nýja plata Hermigervils, Sleepwork, út og verður fáanleg í öllum helstu plötubúðum. Það dugir ekki annað en að vera kokhraustur þegar hiphop lýður er annarsvegar: Platan er góð, mjög svo.
Síðan þið heyrðuð síðast í Hermigervli hefur margt breyst: Lifandi hljóðfæraleikur, söngur, scratch-hæfileikar tekið stakkaskiptum, fleiri græjur, aukin kunnátta og plötusafnið telur nú þúsundir platna svo sömplin eru eins furðuleg og þau eru frábær. Sleepwork spannar allan skalann milli flösuþeytara og einmannalegra, löturhægra artí-takta.
ÚTGÁFUTÓNLEIKAR : 16. September verður útgáfunni fagnað með tónleikum í Stúdentakjallaranum. Að sjá Hermigervil á tónleikum er afbrigðileg lífsreynsla, en engu verri fyrir vikið. Tónlistin á það til að verða allt öðruvísi en á plötunum, en sömu signature gæðin halda sér. ÓKEYPIS INN!
ATH: Á tónleikunum verður hægt að kaupa Sleepwork á tilboðsverði: 1500 kr.
HERMIGERVILL.IS : Heimasíðan Hermigervill.is er komin á netið, en er enn í vinnslu. Þar er hinsvegar nú þegar hægt að sækja, endurgjaldslaust, fyrstu plötu Hermigervils ,Lausnina, í góðum gæðum. Þar er einnig hægt að heyra sýnishorn af Sleepwork.
Látið sjá ykkur, kaupið plötuna: íslenskt, já takk.