Talib Kweli, Pharoahe Monch og the Last Emperor voru allir í hiphop útvarpsþættinum Radio 1 í gær og voru þeir allir með smá fréttir af plötum. Pharoahe Monch sagði að hann væri nú að vinna að follow-up plötu eftir “Internal Affairs”, hann sagði að þetta væri “experimental plata” sem verður algjörlega ólík sinni fyrri plötu og hann segist hafa fundið sig við vinnu á nýju plötunni. Það má búast við singul í lok sumars og plötunni stuttu eftir það.
Hin langþráða plata Last Emp virðist nú bráðum ætla að koma og hljómar bara vel, þau lög sem ég hef heyrt. Prudúserar verða Mel-Man, Dr. Dre og Rockwilder og fleiri. Að lokum er Talib Kweli að vinna að sinni solo plötu sem mun bera nafnið “MPC 3000” og prúdúserar á henni verða meðal annara DJ Quik, DJ Scratch og Ayatollah, en ekki búast við henni neitt bráðlega.
one…
o_T