'Till that's Real' var fyrsta plata Lil' Fame, annars rapparans í M.O.P. og kom hún út árið 1992.
Svo fékk hann vin sinn Bill Danze til þess að gera plötu með sér, það var platan ‘To the death’, sem var gefin út ‘93 af Selecta Records.
Ári seinna, ’94, kom platan ‘Firing Squad’ út og þar leynast tveir klassískir, ‘WorldFamouz’ og ‘New Jack City’, en M.O.P. urðu þekktir fyrir ‘How about some Hardcore’ sem var á ‘To the death’.
Svo var löng bið eða upptil 1998 en þá kom ‘First Family 4 life’ út, sem er að mínu mati þeirra besta plata. Það var svo í fyrra sem þeir félagar gáfu út ‘Warriorz’. ‘Ante Up’ var fyrsti síngúllinn af þeirri plötu, og ‘G-Building’ var B-side. En núna er það ‘Cold as Ice’ sem hefur verið að fá mikla athygli og er í 3. sæti Lick listans og 19. sæti Select MTV listans, en þeir eru báðir í Evrópu og er það heldur óvanalegt að svona lög verði vinsæl þar.
Nú er bara að vona að M.O.P. verði trúir sjálfum sér og aðdáendum sínum og fari ekki að gera útþynnta tónlist.
-Kamalflos
ps. Gagnrýni af disknum er á hiphop.is
-hiphop.is