Kæru tónlistarunnendur.
Nú í vikunni kemur út jólaplatan Stúfur þar sem níu íslensk bönd flytja níu jólalög, ýmist frumsamin eða tökulög. Platan endurspeglar að vissu leyti hvað er að gerast í íslenskri tónlist í dag, böndin eru flest frekar ung, sum hafa gefið út plötu og önnur ekki, en eiga það flest sameiginlegt að leika oft á tónleikastöðum bæjarins. Á plötunni fyrirfinnst rokk, raftónlist, djass, popp og einhverskonar hip-hopp. Allir ættu þ.a.l. að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ekki spillir fyrir að platan kostar einungis 1500 kr. hjá 12 tónum, í Smekkleysubúðinni og hjá hljómsveitunum sjálfum, og eitthvað aðeins meira í öðrum búðum. Peningurinn rennur síðan til Mæðrastyrksnefndar, sem hjálpar m.a. fátækum fjölskyldum að halda gleðileg jól. Góð tónlist, gott málefni, góð jól - þetta getur ekki klikkað.

Trakklisti:
1. Ókind: Jólakötturinn
2. Hermigervill: Jólasull
3. Topless Latino Fever: Göngum við í kringum
4. Doddi: White Christmas
5. Lokbrá: Ó, helga nótt
6. Atli &: Ristaðar kastaníur
7. bob: Clowns in Christmastown
8. Isidor: Jóla - jólasveinn
9. Hjaltalín: Mamma kveikir kertaljós

Fyrirspurnir / pantanir á atb1@hi.is