Hvað er í gangi? Ég er nú ekkert einn af þessum gaurum sem að lifa fyrir huga.is eða hanga hérna all the time en hvað í fjandanum er að gerast fyrir huga? Eina sem þrífst hérna er skítkast, fáfræði, heimska og leiðindi. Ástandið er er orðið svo slæmt að ómálefnalega umræða er meira að segja orðinn fjarlægur draumur.
Þetta er byrjað að ganga þannig fyrir sig að einhver sendir inn grein eða kork og það næsta sem gerist er að allir “rokkarar”( er innan sviga útaf því að þetta eru aðeins menn í sjálfsblekkingu um að þeir séu rokkarar, gert með virðingu fyrir alvöru rokkurum) koma inná þetta áhugamál og allir jafn frumlegir; “Rapp er stytting á krapp”. Það næsta sem gerist er að allir prófessorarnir og íslenskufræðingarnir koma og setja útá allar málfræði, stafsetningar og innsláttarvillur. Hvað er fólk að meina með þessu?
Þessir “rokkarar” eru náttúrulega sér kapútali. Ég nenni ekki að eyða púðri í að tala um heimsku þeirra svo að ég dreg bara þá ályktun að þetta séu allt hálfvitar. Persónulega skil ég ekki hvernig þeir nenna að lesa allar greinar hérna og korka og deila þessum 3 orðum úr viskubrunni sínum; Rapp er krapp.
Það er eins og þetta sé einhver tegund af fólki, “rokkarar” og “real” hip hopparar. Lítum bara á 50 cent greinina. Kemur frétt um væntanlega plötu og þá koma “real” gaurarnir og segja hvað hann sé lélegur og síðan “rokkararnir” og segja; rapp er krapp.
Hvaða hálfvitaskapur er þetta? Ég hef engan áhuga á Formúlu 1 en samt fer ég ekkert inná F1 áhugamálið og er eitthvað; “Hakkinen sökkar hann getur bara sleppt því að fylla á bílinn sinn og drekkt sér í bensíni, ég hatan” eða eitthvað; “Ferrari er stytting á Berrari”. Fólk þarf að bera virðingu fyrir annara manna skoðunum. Skil ekki þessa tilhneigingu til að skíta yfir allt sem að er ekki í uppáhalda hjá viðkomandi.
Ég veit ekki hvað er hægt að gera? Þetta er frjálst land og málfrelsi ríkir. Varla er hægt að banna þeim sem eru með “rokk” sem áhugamál að koma héna inn. Það væri glórulaust. Byrja banna notendur? maður spyr sig. En ef að Hugi.is ætlar eitthvað að lifa þá er nokkuð ljóst að eitthvað þarf að gerast í þessum málum. Jafnvel senda barnaverndarnefnd á þessa töffara og ráða einhvern heim til þessarar manna til að sýna þeim athygli í 1 tíma á dag og þá hætta þeir að bögga annað fólk.
P.s. Þegar ég tala um “rokkara” þá er ég að tala um alla þessa “rapp er krapp” gaura sem að hlusta á linkin Park og annað MTV sjitt og þykjast vera þeir hörðustu í bransanum. Rokkarar án gæsalappa eru hinsvegar fínasta fólk.