Nú um þessar mundir var gefin út diskurinn “Untill the end of time”. Þarna eru basicly óútgefin lög sem 2pac gerði á “Makaveli tímabilinu”. Ótrúlegt er hvað hægt er að gera við demo því á þessum disk er þó nokkuð af frambærilegum lögum þó ég sakni nú óútgefnu útgáfunnar af titilaginu sem er búið að poppa í tætlur fyrir heilalausa útvarpshlustendur og greinilegt er að fleiri lög á þessum prýðisgóða tvöfalda disk hafa verið illa leikin af óprútnum plötuútgefendum.Þrátt fyrir það er þetta sennilega besti diskur frá 2pac síðan “All eyes on me” bestu lögin af disknum að mínu mati eru “Fuck Friendz” “Until the end of time”,“let em have it” og “Breathin” þar sem segir I'll Be the last motherfucker breathing sem ýtir enn undir sögur um að Pac sé á lífi.
Diskurinn er í 2 sæti á Billboard listanum og það seldust um 470.000 eintök fyrstu vikuna.
Þrátt fyrir mainstream viðhorf útgefand er diskurinn prýðisvar og mæli ég með honum til allra áhangenda hip hops.Þrælgott framtak og líklega eigum við von að heyra meira frá 2pac í framtíðini. Þetta er fyrsti diskur af tveim.Þess má geta að seinni diskurinn kemur út í bandaríkjunum í haust.
Tupac Amaru Shakur lifir enn. Svo er annað mál hvort hann lifir í hjörtum okkar eða í Haiti. (2pac4ever)