Kjallarinn er nafnið á nýjum klúbb sem er staðsettur á neðri hæð Kapital á Hafnarstræti. Staðurinn er ætlaður svokallaðari “urban” tónlist, þ.e. Hiphop og skyldum stefnum auk smá vott af Drum n Bass, Raftónlist, Reggae og rólegri stefnum.
Kjallarinn mun með tímanum hýsa kvöld á borð við
Taktkvöld, þar sem taktsmiðir láta ljós sitt skína, kvöld þar sem opinn hljóðnemi mun standa fyrir rímnasmiði og ljóðlistamenn, Intelligent DnB og vonandi eitthvað fleira.
Tónleikar og lifandi viðburðir verða haldnir reglulega auk þess sem fastir plötusnúðar hússins skiptast á kvöldum. Fastir snúðar til að byrja með eru DJ Paranoya og DJ M.A.T. Aðrir munu bætast við með tímanum auk reglulegra gestasnúða.
Fylgist með á Hiphop.is fyrir dagskrá o.fl.
Hafið samband með hugmyndir og fyrirspurnir: hiphop@hiphop.is