Jæja þá eru þeir hættir ! Jæja núna nýlega voru Cypress Hill að hætta og mig langaði að vita, hvað finnst ykkur um slitin?

Eins og margir hér á hugi.is/hiphop vita þá er ég mjög mikill Cypress Hill fan og finnst mér persónulega þetta vera hræðilegt.

Ég ætla aðeins að skrifa um hvernig þeir byrjuðu(já aftur) og hvað þeir gerðu.

Grallararnir í Cypress Hill byrjuðu fyrst saman í hljómsveit sem þeir kölluðu DVX. Hún var stofnuð af kúbönsku bræðrunum Ulpiano Sergio Reyez og Senen Reyez árið 1986. Þeir bræðurnir fóru undir nöfnunum Mellow Man Ace(Sergio) og Sen Dog(Senen, duh). Þeir komu sér í sambandi við Lawrence Muggeraud og Louis Freez sem fóru undir nöfnunum DJ Muggs(Mugeraud) og B Real(Freeze).
Ekki var þessi sveit að ganga upp og hætti Mellow Man Ace í henni 1988 og reyndi solo og ég segi ekkert meira um hans feril þar sem ég veit ekkert um hann. Enn Sen Dog, B Real og Muggs voru ekki tilbúnir að hætta og breyttu nafninu á sveitinni í Cypress Hill sem var gatan sem þeir ólust upp á og spiluðu mikið við.

Þeir flökkuðu um og tóku að sér “gig” út um alla L.A. þangað til árið 1991 þá gerðu þeir plötusamning við Ruffhouse/Columbia.
Snemma 1992 gáfu þeir út fyrsta diskinn sem hét einfaldlega Cypress Hill.

Cypress Hill - Cypress Hill

Mér persónulega finnst þetta frábær diskur, enn þessi diskur fékk ekki mikla athygli strax og helsta athyglin sem hann fékk var fyrir maríjúnaa dýrkunina sem fór fram í lögunum á honum. Á þessum disk komu “hit” lögin; How Could I Just Kill a Man, Hand on the Pump, The Phuncky Feel One og Latin Lingo. Þessi diskur var mjög líflegur svona funky jazz eitthvað. Að mínu mati mjög góður, fyrsti diskurinn sem ég keypti mér.

Ekki þurfti fólk að bíða lengi eftir næsta disk. Grallararnir hjá Cypress Hill voru aðeins að hita sig upp fyrir einn besta hip-hop disk sem hefur komið, Black Sunday.
Árið 1993 kom út hin frábæri og umtalaði diskur Black Sunday.

Cypress Hill - Black Sunday

Annar frábær diskur með þeim, einn af bestu hip-hop diskum sem hefur komið. Aðal “hit” lagið á þessum disk var lagið Insane in the Brain sem er nú bara snilld enn einnig voru Ain't goin' Out Like That og When the Sh** goes down.
Þessi diskur var mjög líkur fyrri disknum, einhver blanda af funk og jazz.

Enn þessi diskur var meira “hit” hjá hvítum enn svörtum og
þetta gerði það að verkum að þeir misstu smá stuðning úr hip-hop samfélaginu. Ekkert kom nú frá þeim gröllurum í Cypress Hill eftir Black Sunday í 2 ár enn þá var á leiðinni annað snilldarverkið, III (Temples of Boom).
Þar sem grallarnir voru ekki enn búnir að vinna upp stuðningin sem þeir höfðu misst frá hip-hop samfélaginu þá bætti það ekki úr þegar þeir bættu við trommaranum Eric Bobo árið 1995.
Stuttu eftir að Bobo slóst í hópinn ákváðu þeir að slást í för með fullt af öðrum hljómsveitum í fimmtu tónleika ferð Lollapalooza til að kynna þriðja diskinn sinn, Temples of Boom.

Cypress Hill - III Temples of Boom

Þessi diskur er eitthvað svo dimmur allt öðruvísi enn forverar hans enn engu að síður snilld. Aðal númerin á þessum disk voru; Stoned Raiders, Illusions og Boom Biddy Bye Bye. Jafnvel þó að það voru fleiri góð lög á disknum þá voru þetta einu lögin sem voru talin aðal númerin. Ekki komst þessi diskur hátt á hip-hop listunum enn honum gekk nú alveg þokkalega á R&B listunum.

Í staðinn fyrir það að laga það sem var að í sveitinni og reyna vinna aftur stuðning hip-hop samfélagsins þá fjarlægðust þeir. 1996 ákvað einn af gröllurunum í Cypress að hætta, já það var hann Sen Dog sem hætti, þá fór Muggs að solo'ast og B Real að featura hjá öðrum tónlistarmönnum. Má líka nefna það að Soul Assassins I solo diskurinn sem Muggs gaf út fékk mjög jákvæð gagngrýni enn ég ætla nú ekki að fjalla um hann. Voru þeir félagar að komast í krappan og vissu að þeir þurftu að gefa út nýjan disk, 98 kom týndi grallarinn aftur heim til að hjálpa til við næsta diskinn þeirra, IV(4). Sen hafði gengið í eitthvað rokk band og var meira enn glaður að snúa aftur, og verð ég nú bara segja það að ég get ekki séð hann fyrir mér í rokk sveit hann Sen.
Snemma 1998 gáfu þeir grallarar út diskinn IV, þetta var nú enginn rosa diskur enn hann seldist þó.

Cypress Hill - IV

Þessi diskur var aðeins frábrugðari foverum sínum, ég verð nú bara að segja það að ég get ekki lýst þessum disk. Mér persónulega finnst þetta alveg fínn diskur enn hann var nú ekkert til að hrópa húrra fyrir. Aðal númerin á disknum var stórfurðulega lagið Dr. Greenthumb og frábæra lagið Tequila Sunrise. Barron Ricks hjálpaði gröllurunum mikið við gerð þessa disks og koma lögin sem hann hjálpar þeim við bara nokkuð vel út(finnst mér).

Ekki voru þeir lengi að setja saman annan disk, nei grallararnir í Cypress Hill voru sko ekki hættir.
Eftir tæp 2 ár þá kom út Tvöfaldi(Double) diskurinn þeirra Skull & Bones. Þessi diskur var mjög frábrugðin fyrra efni að því leyti að einn af þessum tveim diskum var svona hip-hop rokk og hinn hip-hop. Þeir grallararnir vildu prófa eitthvað sem ekki hafði verið gert oft, hip-hop rokk. Þeir vildu líka reyna ná sér í nýjan hóp aðdáenda enn til að missa ekki núverandi aðdáendur þá gerðu þeir tvöfaldan disk, einn hip-hop annan hip-hop/rokk.
Þessi diskur var einn af mestu umtöluðustu diskum á sínum tíma útaf þessi hip-hop/rokki sem var nú ekkert of algengt þá.

Cypress Hill - Skull & Bones
Alveg frábær diskur. Mér líkar vel við báða diskana enn finnst rokk/rappið samt aðeins betra. Hit lögin á þesusm diskum voru (Rock) Superstar og (Rap) Superstar og Can't Get The Best of Me sem mér finnst öll alveg frábær. (Rock) og (Rap) Superstar lögin tröllriðu öllu á MTV í langan tíma eftir að þau voru gefin út.

Þeir félagar voru ekkert að taka sér frí eftir þennan disk. Ekki leið langur tími þangað til að diskurinn Stoned Raiders kom út. Hann kom nokkrum(næstum ár) mánuðum seinna út. Ekki var hann mjög vinsæll(enn mér finnst hann frábær) enn þarna fengu grallararnir í Cypress Hill mikil “comment” á það að þeir væru búnir að missa sig(sem ég er ekki sammála).

Cypress Hill - Stoned Raiders
Þessi diskur er allur í rokkinu. Ekki hægt að segja mikið meira um það. Vinsælustu lögin á þessum disk voru lögin, Lowrider og Trouble. Mér persónulega finnst Trouble ekkert til að hrópa húrra fyrir enn Lowrider finnst mér mjög gott. Þess má geta fyrir þá sem horfa á Pimp My Ride þættina með Xzibit að Lowrider lagið er virkilega oft í spilun í bakgrunninum. Mér finnst Red, Meth & B lagið tær snilld, þar sem þeir Redman, Method Man og B Real taka lagið saman.

Nú voru grallararnir alveg að vera uppþornaðir ekki var mikið um að vera á næstu árum. Enn síðan kom það, sumarið 2004 nýjasti og seinasti diskurinn, Till Death Do us Part. Ég hef ekki sjálfur litið á þennan disk enn mér er sagt að hann hafi sín up's and downs. Ég persónulega þoli ekki aðal númerið á þessum disk, What's Your Number. Ekki það að mér líkaði við þetta lag fyrir enn núna eru Popp Tíví og FM 95,7 algjörlega búnir að nauðga þessu lagi.
Ég var ekkert of kátur með það að besta hip-hop bandið í heimi hafi gefið út R&B lag sem alveg tröllríður öllu.

Eftir þennan disk lauk samstarfi grallarana í Cypress Hill, því miður segji ég nú. Jafnvel þó að Cypress séu ekki búnir að vera gera það frábæra hluti eins og Black Sunday þá held ég að þeir hefðu enn getað gert góða hluti.

Mér persónulega fannst hræðilegt að heyra það að þeir væru hættir saman enn hey það er bara ég, einn af mestu Cypress fönunum á klakanum(held ég).

Hvað finnst ykkur um slitin þeirra? Eins og ég sagði þá finnst mér það persónulega vera hræðilegt.

Síðan voru 3 aðrir diskar, Unreleased & Revamped, Los Grandes Exquitos(held ég að hann heiti) enn ég veit ekki hvaða ár þeir komu út og síðan var Live at the Fillmore enn það er bara tónleikadiskur og ekki þess virði að minnast á.
Síðan gáfu þeir líka út DVD disk, Still Smokin' með um 7 myndböndum úr Fillmore og síðan öllum myndböndum með þeim fyrir 2000.

Ég get líka stoltur sagt að ég á:

Cypress Hill
Black Sunday
III(Temples Of Boom)
Unreleased & Revamped
IV
Skull & Bones
Live at the Fillmore
Stoned Raiders
Still Smokin'

Og síðan er auðvitað á leiðinni, Till Death Do Us Part og Los Grandes Exquitos.
Well there you have it folks…

Kveðja
Boggi // StonedRaider

P.S.
Allt fyrir ofan eru mínar skoðanir og ég vill helst komast fram hjá skítakasti ef ykkur líkar þær ekki, þið megið setja út á þær enn ekki vera að drulla yfir þær.
Plötu gagngrýnin mín þarna uppi eru mín fyrstu og veit ég það sjálfur að þau eru nú ekkert til að hrópa húrra fyrir enn svona er þetta.