
Með hverju blaði fylgir ókeypis diskur með tónlist og myndefni. Tónlistin á disknum tengist alltaf efni blaðsins.
Í nýjasta eintakinu eru viðtöl við nokkra aðila sem hafa hva mest mótað stefnur meginstraums Hiphop tónlistar í dag; Neptunes þríeykið, Missy Elliot og Timbaland. Einnig má finna viðtöl við rapparana Slug, Mr. Complex, Yungun, Twista, Wordsworth, Vast Aire, Cypress Hill, Kurtis Blow, Beenie Man o.fl., grein um Def Jux útgáfuna, viðtal við graffarann Keen og ýmislegt annað.
Á disknum sem fylgir má m.a. finna lög með Missy Elliot, Twista, Mr. Complex, Anthony Hamilton, Murs og Timbaland. Einnig er að finna ljóð með Ms Dynamite um Bush og Blair, myndefni frá Undercover o.fl.
Blaðið kostar 1.000 krónur og fæst í verzlunum Brim. Þá geta þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins pantað sér eintak á póstfanginu tfa@tfa.is (gefa þarf upp fullt nafn og heimilisfang).
Njótið vel ..og fylgist með Hiphop.is !!