Persónulega finnst mér tímabilið frá 1990-1994 vera besta því að á þeim tíma voru fjöldinn allur af frábærum hljómsveitum að senda frá sér sitt besta efni.
Hljómsveitir eins og A Tribe Called Quest, sem er í miklu uppáhaldi hjá mér, sendi frá sér sínar 3 bestu plötur á þessum árum en eftir það byrjuðu þeir að verða örlítið lakari en samt ekkert lélegir. De La Soul gerðu 3 Feet High and Rising árið 1989 og kom hún út í október og hefur væntanlega enn að vera að gera góða hluti árið 1990 en þessi plata er af mörgum tónlistartímaritum o.fl. talin vera ein besta plata allra tíma. Public Enemy sendu frá sér tvær mjög góðar plötur árin 1990 og 1991 sem voru ekkert síðri en þær tvær sem þeir höfðu gert áður. Nas sendi frá sér Illmatic árið 1994 og OutKast gerðu Southernplayalisticadillacmuzik árið 1994 og eru þær tvær plötur ein af helstu ástæðunum sem mér finnst þetta tímabil vera best. Gang Starr gerðu einnig 3 mjög góðar plötur á þessum tíma sem eru í miklu uppáhaldi hjá mörgum. Cypress Hill var upp á sitt besta á þessum tíma.
Ég ætla nú ekki að vera að þylja upp meira en það er örugglega fullt af öðrum góðum hljómsveitum sem voru að gera það gott á þessum tíma sem ég er að gleyma en endilega segið frá einhverjum plötum eða tónlistarmönnum sem voru að gera það gott á því tímabili sem ykkur finnst best.
He may be a son of a bitch, but he is our son of a bitch.