Nú er nýafstaðin Eurovisionkeppnin sem var svosem fín útaf fyrir sig en það sem ég vil sjá er rapp, helst frá Íslandi á næsta ári, eina sem hefur komist nálagt því að vera rapp var svarti gaurinn frá Noregi sem var frekar fínt lag…Nú sný ég mér að málunum, nú eru nokkrar íslenskar rappsveitir sem rappa á ensku og ég væri satt að segja alveg til í að fá eina slíka á næsta ári. Þegar á þetta er litið gengur þetta alveg upp þar sem það er nokkuð ljóst að rapp er ekki séríslenskur hlutur þannig að það væru ágætis líkur á sigri bara fyrir að koma með rapplag, annað er að finna gott lag og góða sveit, hvað sveitir eru hér starfandi sem rappa á ensku, það eru O.N.E, Kritikal Mazz, Vivid Brain, TMC, Tiny, A/M ofl. Af þessum sveitum þætti mér best ef O.N.E myndi taka þátt vegna þess að þeir eru melódískasta sveitin þarna myndu t.d. lög eins og One Day, Forever Me, I Feel og Lovesong gera sig vel í þessari keppni. Þriðja atriðið væri útlit sem skiptir oft máli hjá stórum hluta fólks og þar held ég að O.N.E væri besti kosturinn. Þannig að ég hvet O.N.E til að senda inn lag fyrir næstu Eurovisionkeppni og rúlla henni upp fyrir Íslands hönd.
O.N.E til Kænugarðs að ári