Í rauninni finnst mér ekkert góð pólitík að gera svona lista, þar sem enginn listi mun gleðja alla. Hverjum þykir sinn fugl fagrastur. En já, víst að þessi listi er kominn upp langar mig aðeins að bæta við þetta:
Í fyrsta lagi veit ég ekki hvort að Magse teljist með, þar sem hann er í rauninni ekki á íslandi, og svo er hann eiginlega sjálfskipaður í fyrsta sæti, þannig að ég skil það.
Tryggvi og Árni í b&7 eru báðir mjög góðir og eiga heima þarna, ekki nokkur spurning. Þeir hafa líka pródúcað heilli plötu, sem er mun meira en margir geta sagt.
EthyOne á að vera ofar, hann er mjög góður pródúcer.
Siggi Skurður á heima á þessum lista, að mínu mati mjög ofarlega (topp fimm)
Svo eru örugglega margir aðrir sem ég hef ekki heyrt í sem eru það góðir að þeir eigi heima þarna.
Hver hefur sinn smekk.