Páskadagskrá Kapital

Miðvikudagskvöldið 7. apríl.

Ein bjartasta von íslensks hipp-hopps, O.N.E. heldur útgáfutónleika á sinni fyrstu breiðskífu “One Day “ sem var að koma út á Grænum Fingrum. Platan hefur vakið lukku hjá þeim sem hafa heyrt hana, m.a hjá Óla Palla á Rás 2 og Árna Matt á Morgunblaðinu. Á undan O.N.E kemur fram glæný grúppa - Original Melody. DJar kvöldsins eru síðan þeir B-Ruff og Intro úr Forgotten Lores og Eternal úr O.N.E. Húsið opnar kl. 21:00.

Föstudagskvöldið 9. apríl.

Þeir Ghostigital félagar, Einar Örn og Bibbi Curver eru fremstir meðal jafninga í tilraunakenndri hipp-hopp tónlist samkvæmt skipuleggjendum Sonar-tónlistarhátiðarinnar í Barcelona þar sem þeir verða að spila í júni. Ykkur gefst hins vegar tækifæri á því að sjá þá á Kapital á föstudaginn langa. Að auki koma fram óskabörn þjóðarinnar Dáðadrengir sem eru að eigin sögn alltaf í stuði. Að tónleikunum loknum munu þeir Gus Gus DJs - President Bongo og Buckmaster taka sér hlé frá gerð nýjustu breiðskífu sinnar og leika fyrir dansi. Húsið opnar á miðnætti.

Laugardagskvöldið 10. apríl.

360° heldur risa-raftónleika á laugardalskvöldinu. Fram koma:

Biogen – Biogen er fyrir íslenska raftónlist það sem Jesús var fyrir kristna trú. Það er okkar lukka að það eru engir rómverjar til að krossfesta kallinn.
Ruxpin – Að Gus Gus slepptum er Ruxpin örugglega sá raftónlistarmaður íslenskur sem hefur gefið hvað mest út erlendis á plötufyrirtækjum eins og Elektrolux auk þess að sjást oft á lagalistum plötusnúða eins og Darren Emerson og Dave Clarke.
Adrone – Það verður spennandi að hlýða á Adrone, en hann er íslendingur búsettur í London og hefur ekki því ekki komið fram hér á landi í talsverðan tíma. Hann er að fara gefa út á bresku útgáfufyrirtæki í næsta mánuði og mun hann spila efni af þeirri útgáfu í bland við eitthvað ennþá nýrra.
Worm Is Green – Tölvupoppsveitin hugljúfa kemur einnig fram en hún er fara á tónleikaferðalag um USA fljótlega til að fylgja eftir breiðskífu sinni “Automagic”, en hún er að koma út þar í landi í júní.
DJ Exos - Síðast en ekki síst er það einn af forsprökkum 360° , DJ Exos sem ræðst á plötuspilaranna að tónleiknum loknum og massar upp dansgólfið.

Tónleikarnir hefjast stundvíslega á miðnætti.

Sunnudagkvöldið 11. apríl.

Á sunnudagskvöldið (páskadagskvöld) munu Terrordisco og Gorilla DJs taka sig saman til þess að loka skemmtannahringnum. Terrordisco-menn, sem og Gorilla DJs, eru þekktastir fyrir að spila breiða blöndu af tónlist, með elektró sem rauðan þráð. Það var því óumflýjanlegt að þessi tvö stórveldi í íslensku skemmtannalífi settust niður og leystu úr ágreiningsmálum sínum. Ekki missa af þessum sögulega viðburði! Húsið opnar 00:00.

Gleðilega Páska!