Cypress Hill 2.Hluti Ok hér kemur restinn…(engin kynning þetta skiptið)

Stuttu eftir að Black Sunday var gefin út urðu aðdáendur Cypress Hill flestir hvítir og þá byrjuðu þeir að missa stuðning frá “The Hip-Hop community”. Ekk hjálpaði það mikið árið 1995 þegar þeir fengu nýjan meðlim í hljómsveitina, Bobo sem var trommari. Stuttu eftir að fá Bobo fóru þeir í fimmtu tónleika ferð Lollapalooza og kynntu nýja diskinn sinn, Temples of Boom.
Var hann sagður “darker and gloomier”(dekkri og dimmri) enn fyrri tveir diskar þeirra, og fóru misgóð ummæli um Temples of Boom enn diskurinn seldist samt vel. Að vísu það kom ekkert “hit” lag á þessum disk. Diskurinn komst ekki hátt á Vinsælda lista hip-hops enn gekk mjög veil R&B listanum(sem ég fatta ekki).

Í staðinn fyrir að laga hljómsveitina(það voru ýmis vandræði í gangi) og fá aftur stuðning frá “The hip-hop community” þá hægt og hægt byrjaði hljómsveitin að sundrast. Sen-Dog hætti árið 1996 og reyndi solo(hann gekk að vísu í einhvejra rokk hljómsveit, veit ekki hvað hún heitir),DJ Muggs hélt áfram með Cypress Hill tónlist og gerði annað albúm(disk) að vísu hann var solo enn þetta var þessi gamla góða Cypress Hill tónlist.
Fékk diskur sá nafnið DJ Muggs presents Soul Assassins og kom hann út árið 1997 og fékk hann alveg gríðarlega góð ummæli og var aftur tekið við Cypress Hill í “The Hip-Hop community”. Árið 1998 kom Sen Dog aftur og var mjög glaður að vera kominn, hann hafði ekki fengið nóg “mic time” í fyrri hljómsveit. Stuttu eftir að hann kom aftur gáfu þeir út diskinn IV og fékk hann ja…allt í lagi, það var ekki mikið um tal um þennan disk. Árið 2000 gáfu þeir út double-diskinn Skull & Bones var hann blanda af góðu hip-hopi og smá rokki. Á þessum disk komu tvö “hits” það myndu vera Rockstar og Illusions og fengu bæði mjög mikla og góða umfjöllun.

Eftir þetta þá byrjuðu þeir að endurnýja gömul lög og gera myndbönd og fleira. Árið 2001 komu út tveir diskar, Stoned Raiders og Live at the Fillmmore. Stoned Raider innhélt ekkert “hit” enn var samt mikil umfjöllun um hann vegna þess að hann var aðalega rokk með rappi inn á milli. Enn Live at the Fillmore var nú bara tónleika diskur, tekinn upp á tónleikunum í Fillmore San Fransisco.
Einnig kom út Still Smoki'n, sem var í rauninni bara video tekið upp á Fillmore.

Jæja þá er þetta búið…Enn ég hef heyrt að það sé nýr diskur á leiðinni enn ég veit ekki hvort þetta er satt. Og segi ég stoltur ég á alla diskana og videoin þeirra.

Kveðja
*boggi35*

Heimildir:
All Music Guide(þeir hafa birt hitt og þetta um þá)
Vísdómur minn.

P.S.
Bara eiðréttið mig ef það er einhver villa/ur þarna, og síðan segi ég CYPRESS HILL RULES! ! !