Hip-hop goðsögnin Raekwon The Chef úr Wu-Tang Clan hefur boðað komu sína á klakann fimmtudagskvöldið 18. mars á Gauk á Stöng. Það er hiphop þátturinn Kronik(X-ið 97,7) sem stendur fyrir þessari uppákomu. Raekwon gaf nýlega út plötuna \“The Lex Diamond Story\” og er hann nú á stuttum Evróputúr í tilefni þess.
Raekwon er enginn nýgræðingur í bransanum, hann á að baki 4 plötur með Wu-Tang Clan og 3 sóloplötur. Fyrsta platan hans \“Only Built For Cuban Linx\” er að margara mati ein af bestu hiphop plötum 10 áratugarins og vakti hún verðskuldaða athygli á sínum tíma. Einnig gaf hann út plötuna \“Immortability\” 1999 og svo í desember 2003 \“The Lex Diamond Story\” og hefur hún fengið fína dóma hjá gagnrýnendum.
Þetta mun vera í fyrsta skiptið sem einhver úr Wu-Tang kemur á klakan. Það má búast við gríðarlegri stemmingu á Gauknum þar sem Raekwon og Wu-Tang eru að margra mati einir áhrifamestu aðilar seinni ára í hip-hop heiminum. Plötur þeirra hafa selst í milljónum eintaka um allan heim.
Raekown kemur hingað ásamt 2 gestaröppurum og plötsnúð. Upphitun verður í höndum Dj Big G, Stríðsmanna og Cosmic Voyage sem samanstendur af Mezziaz MC, Dj M.A.T og Bangsa.
Verð inn á tónleikana er 2000kr og aldurstakmark 18 ára. Húsið opnar kl 21:00 og standa tónleikarnir til kl 01:00